Fræðslufundur landsliðsnefndar

Þessi veit sitthvað um heilsu! Mynd: visir.is
Þessi veit sitthvað um heilsu! Mynd: visir.is
Þriðjudaginn 19. febrúar verður haldinn fræðslufundur á vegum landsliðsnefndar LH. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum hestamönnum um neðantalin málefni.

Þriðjudaginn 19. febrúar verður haldinn fræðslufundur á vegum landsliðsnefndar LH. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum hestamönnum um neðantalin málefni.

Fundurinn verður haldinn í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst kl. 17:00.

Fyrirlesarar

  1. Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST - sóttvarnir, munnáverkar og álagsmeiðsl
  2. Sigurður Torfi Sigurðsson - járningar og hófhirða
  3. Arnar Grant - heilsurækt, þjálfun og mataræði
Áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir. 
 
Minnt er á allar upplýsingar tengdar landsliðsverkefni LH er að finna undir "Landslið" á vef LH, www.lhhestar.is. Bein slóð á HM2013 málefnin er hér: http://www.lhhestar.is/is/landslid/hm-2013. Þar má til að mynda finna nýjar upplýsingar um smitvarnir, ferðareglur LH og ferðareglur ÍSÍ.
 
Landsliðsnefnd LH