Fræknir garpar í fimmgangi Meistaradeildar VÍS

Tónn frá Ólafsbergi, fjór- og fimmgangari. Knapi Daníel Jónsson.
Tónn frá Ólafsbergi, fjór- og fimmgangari. Knapi Daníel Jónsson.
Frægir stóðhestar eru á meðal hesta sem keppa munu í fimmgangi í Meistaradeild VÍS annað kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Þar á meðal eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (H:8,83), knapi Daníel Jónsson. Daníel og Tónn voru í úrslitum í fjórgangi í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Einnig eru skráðir Illingur frá Tóftum (H:8,81), knapi Halldór Guðjónsson, og Þytur frá Neðra-Seli (H:8,68). Frægir stóðhestar eru á meðal hesta sem keppa munu í fimmgangi í Meistaradeild VÍS annað kvöld, fimmtudaginn 2. apríl. Þar á meðal eru þeir Tónn frá Ólafsbergi (H:8,83), knapi Daníel Jónsson. Daníel og Tónn voru í úrslitum í fjórgangi í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Einnig eru skráðir Illingur frá Tóftum (H:8,81), knapi Halldór Guðjónsson, og Þytur frá Neðra-Seli (H:8,68).

Allt eru þetta stóðhestar með háar einkunnir fyrir hæfileika. Allir úr smiðju Daníels, sem sýndi þá í kynbótadómi. Þá er Ólafur Ásgeirsson skráður á Óðinn frá Hvítárholti (8,53), sem nú er kominn í eigu Finns Ingólfssonar. Hulda Gústafsdóttir er skráð á Glað frá Brattholti (H:8,61) sem er Tývarssonur frá Kjartansstöðum.

En það eru líka fleiri góðir á ráslistanum, sem auk heldur hafa áður sannað sig sem fimmgangarar. Má þar nefna Sval frá Blönduhlíð og Ísleif Jónasson, fyrrum Íslandsmeistarar í greininni, Hersi frá Stóra-Hofi og Sigurð Matthíasson, Suðurlandsmeistarar í fyrra, og Stakk frá Halldórsstöðum og Sigurbjörn Bárðarson, í fremstu víglínu undanfarin ár.

Að lokum má nefna hross sem gætu komið á óvart. Sigurður Sigurðarson er skráður á Æsu frá Flekkudal (H:8,81), sem hann hefur fram til þessa riðið sem klárhrossi og töltara, ef frá er talin sjöa sem hann krækti sér í fyrir skeið í kynbótadómi á LM2008. Jakob Sigurðsson er skráður á Vörð frá Árbæ, sem hefur kynnt sig vel í fimmgangskeppni en ekki náð toppi til þessa. Hann er undan hinni miklu kynbótahryssu Vigdísi frá Feti, og Hróðri frá Refsstöðum.

Það stefnir því allt í afar skemmtilega og spennandi keppni í Ölfushöllinni annað kvöld.

Ráslisti:
1 Valdimar Bergstað Málning Orion frá Lækjarbotnum
2 Daníel Jónsson Top Reiter Tónn frá Ólafsbergi
3 Halldór Guðjónsson Lýsi Illingur frá Tóftum
4 Sigurður V Matthíasson Málning Hersir frá Hofi
5 Agnar Þór Magnússon Lífland Frægur frá Flekkudal
6 Viðar Ingólfsson Frumherji Segull frá Miðfossum
7 Daníel Ingi Smárason Lýsi Rembingur frá Vestri-Leirárgörðum
8 Sigursteinn Sumarliðason Frumherji Funi frá Hóli
9 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Æsa frá Flekkudal
10 Jóhann G. Jóhannesson Hestvit Sinfónía frá Hábæ
11 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Óðinn frá Hvítárholti
12 Bylgja Gauksdóttir Lífland Sögn frá Auðsholtshjáleigu
13 Ísleifur Jónasson Lýsi Svalur frá Blönduhlíð
14 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Glaður frá Brattholti
15 Camilla P Sigurðardóttir Skúfslækur Hylling frá Flekkudal
16 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Ögri frá Baldurshaga
17 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Vörður frá Árbæ
18 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Stakkur frá Halldórsstöðum
19 Ragnar Tómasson Top Reiter Aspar frá Fróni
20 Hinrik Bragason Hestvit Sámur frá Litlu-Brekku
21 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter Þytur frá Neðra-Seli