Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 – 2016

Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 – 2016

Ákvörðun hefur  verið tekin um framhald þingfundar 59. Landsþings LH, laugardaginn 8. nóvember n.k. kl. 9:00 í E-sal á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru, lýsir kjörnefnd eftir framboðum til sambandsstjórnar LH til næstu tveggja ára.

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.  

Formaður er kjörin sérstaklega og þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný um þá tvo sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.

Óskar kjörnefnd LH eftir því að framboð til stjórnar LH berist eigi síðar en á hádegi föstudaginn 7. nóvember 2014 til nefndarinnar.

Þar sem um framhaldsþing er að ræða er rétt að minna á að sömu kjörbréf gilda fyrir framhaldsfund og giltu fyrir þingið á Selfossi 17.-18. október. Breytingar á þingfulltrúum skal tilkynna tímanlega til skrifstofu LH.

Með kveðju,

Kjörnefnd LH

 

Guðmundur Hagalínsson

Sími 825 7383

Netfang ghl@eimskip.is

 

Ása Hólmarsdóttir

Sími 663 4574

Netfang asaholm@gmail.com

 

Margeir Þorgeirsson

Sími 892 2736

Netfang vodlarhestar@gmail.com