Framboð til sambandsstjórnar LH 2014 – 2016

Landssamband hestamannafélaga
Landssamband hestamannafélaga

Laugardaginn 8. nóvember n.k. verður þingfundi 59. landsþings Landssambands hestamannafélaga  fram haldið þar sem kjörin verður ný stjórn og varastjórn sambandsins til næstu tveggja ára. Fundarstaður verður E-salur á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6, Reykjavík.

Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum.

Varastjórn skal skipuð fimm mönnum og taka þeir sæti í aðalstjórn í samræmi við atkvæðahlutfall.

Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi LH skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.

Eftirtaldir gefa kost á sér til stjórnarsetu:

 

Formaður:

Tvö framboð hafa borist til formennsku samtakanna.

Kristinn Hugason, Spretti

Stefán G. Ármannsson, Dreyra

 

Aðalstjórn :

Kjósa skal 6 aðalstjórnarmenn. Borist hafa 10 framboð.

Eftirtaldir gefa kost á sér í aðalstjórn:

Hrönn Kjartansdóttir, Herði

Andrea Þorvaldsdóttir, Létti

Sigurður Ævarsson, Sörla

Þorvarður Helgason, Fáki

Jóna Dís Bragadóttir, Herði

Ólafur Þórisson, Geysi

Eyþór Gíslason, Glað

Stella Björg Kristinsdóttir, Spretti

Haukur Baldvinsson, Sleipni

Sigurður Ágústsson, Neista

 

Varastjórn:

Kjósa skal 5 varastjórnarmenn.  Borist hafa 5 framboð.

Eftirtaldir gefa kost á sér í varastjórn:

Erling Sigurðsson, Spretti

Petra Kristín Kristinsdóttir, Sindra

Rúnar Þór Guðbrandsson, Herði

Magnús Andrésson, Stíganda

Helga B. Helgadóttir, Fáki

 

Varðandi framboðsfrest þá vísar kjörnefnd til fyrri tilkynningar á heimasíðu LH http://www.lhhestar.is/is/moya/news/frambod-til-sambandsstjornar-lh-2014-2017

 Með kveðju,

Kjörnefnd LH