Framboð til sambandsstjórnar LH – framboðsfrestur til 3. október

59. landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið á Hótel Selfossi dagana 17. og 18. október n.k.  

Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 3. október. 

Sambandsstjórn skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára. 

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. 

Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í sambandsstjórn LH (stjórn eða varastjórn) að tilkynna framboð fyrir tilsettan tíma. 

Með kveðju,

Kjörnefnd LH 

Guðmundur Hagalínsson
Sími 825 7383
Netfang ghl@eimskip.is

Ása Hólmarsdóttir
Sími 663 4574
Netfang asaholm@gmail.com

Margeir Þorgeirsson
Sími 892 2736
Netfang vodlarhestar@gmail.com