Frestur til að skila breytingartillögum á keppnisreglum er 4. ágúst.

Landsþing LH 2022 verður haldið dagana 4. og 5. nóvember, gestgjafi að þessu sinni er Hestamannafélagið Fákur.

Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum LH, gr. 1.2.2, skulu breytingartillögur á keppnisreglum sendar á skrifstofu LH 3 mánuðum fyrir þing, eða 4. ágúst nk. Senda skal tillögurnar á netfangið lh@lhhestar.is.

"Allar breytingartillögur á keppnisreglum skulu berast keppnisnefnd LH og laganefnd LH hið minnta 3 mánuðum fyrir upphaf landsþings. Tillögurnar skulu sendar skrifstofu LH sem aftur kemur þeim á viðkomandi nefndir og bókar móttökudag þeirra. Keppnisnefnd og laganefnd skulu fara yfir tillögurnar, kosti þeirra og galla og veita umsögn sína um þær, séu þær þingtækar. Skal sú umsögn fylgja tillögunum inn á landsþing. Við meðferð tillagnanna afla nefndirnar sér þeirra upplýsinga sem þarf, kalla til aðila og veita síðan vandaða umsögn um tillöguna."