Fréttir af Kjóavallamálum

Kjóavellir
Kjóavellir
Nýtt félag á Kjóavöllum sem mun vera í forsvari fyrir öllum verklegum framkvæmdum á vegum hestamannafélaganna Andvara og Gusts er tekið til starfa. Mun það félag síðan taka yfir réttindi og skyldur gagnvart Kópavogi og Garðabæ af Andvara og Gusti. Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag verður boðaður í haust þar sem lögð verða fram lög til samþykktar og kosið verður um nafn á nýja félagið. Verður það nánar kynnt síðar.

Fréttir af Kjóavallamálum

Nýtt félag á Kjóavöllum sem mun vera í forsvari fyrir öllum verklegum framkvæmdum á vegum hestamannafélaganna Andvara og Gusts er tekið til starfa. Mun það félag síðan taka yfir réttindi og skyldur gagnvart Kópavogi og Garðabæ af Andvara og Gusti. Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag verður boðaður í haust þar sem lögð verða fram lög til samþykktar og kosið verður um nafn á nýja félagið. Verður það nánar kynnt síðar.

Smellið hér til að sjá stærri mynd af skipulagi svæðisins.


Framkvæmdastjórn nýs félag verður starfandi þar til kosið verður í nýja stjórn og nefndir á félagsfundi.

Formaður: Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Varaformaður: Þorvaldur Sigurðsson
Gjaldkeri: Guðmundur Hagalínsson
Ritari: Halldór Halldórsson
Meðstjórnandi: Ingibjörg G. Geirsdóttir
Meðstjórnandi: Hermann Vilmundarsson

Eins og félagsmenn hafa tekið eftir eru framkvæmdir í fullum gangi á svæðinu, verið er að klára púða undir nýju reiðhöllina og unnið er við reiðvallagerð þar sem gert er ráð fyrir tveimur völlum og góðri aðstöðu fyrir menn og hesta.

Búið er að reisa tamningagerði til afnota fyrir félagsmenn við endann á Hlíðarenda götunni. Og stefnt að því að reisa eitt hringgerði nú í haust.

Reiðhöllin fer í alútboð í ágúst og verður væntanlega hægt að kynna niðurstöður þess í september, þá verður jafnframt ljóst hver framkvæmdatíminn verður. Stefnt er að því að mannvirkið verði glæsilegt og notadrjúgt fyrir okkur hestamenn.

Framkvæmdanefnd