Fréttir frá Sviss

Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi. Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi.

Mótssvæðið er hið glæsilegasta og hafa margir haft á orði að þetta sé eitt fallegasta mótssvæði sem þeir hafa komið á á heimsmeistaramótum. Stærðarinnar stúkur eru sitt hvoru megin við völlinn og má reikna með að þar eigi eftir að vera mikil stemming á meðan á mótinu stendur. Fyrir aftan stúkurnar eru síðan veitinga og verslunartjöld og voru menn í óða önn að raða upp í hillur þar í dag.

Keppnisvöllurinn var opinn öllum til æfinga í dag og mátti sjá marga fyrrverandi, núverandi og tilvonandi heimsmeistara við æfingar. Á morgun er búið að raða niður æfingatímum fyrir liðin og fá þau allt að 50 mínútur hvert til æfinga. Íslenska landsliðið á æfingatíma klukkan 13:30 að staðartíma.

Á meðan á móti stendur verða settar reglulega inn myndir í myndasafnið hér til hliðar.


Kveðja,

Landsliðsnefnd