Fundir um velferð keppnis- og sýningarhrossa

Mynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson
Mynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson
Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna boða til funda um velferð keppnis- og kynbótahrossa.

Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda og Félag tamningamanna boða til funda um velferð keppnis- og kynbótahrossa.

Kynntar verða niðurstöður ítarlegra tölfræðigreininga á gögnum frá heilbrigðisskoðun keppnis- og kynbótahrossa árið 2012.  Þá verða áherslur í nýjum dýravelferðarlögum kynntar.

Frummælendur á fundunum verða:

  • Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir
  • Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma
  • Þorvaldur Kristjánsson kennari og kynbótadómari

 Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

  • Hliðskjálf félagsheimili Sleipnis  á Selfossi miðvikudaginn 9. Apríl kl. 20:00
  • Félagsheimili Fáks Víðidal fimmtudaginn 10. Apríl kl. 20:00

Fundirnir hefjast kl: 20:00 og eru hestamenn og velunnarar íslenska hestsins hvattir til að mæta  og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni.

LH, FHB og FT