Gæðingafiminefnd LH óskar eftir athugasemdum

Á liðnu keppnisári hafa Gæðingafimireglur LH verið notaðar á allmörgum mótum. Reglurnar eru í mótun og nú í lok keppnisársins mun starfshópur um Gæðingafimi LH rýna reglurnar, meta hvort einhverju þurfi að breyta og hverju. Stefnt er á að gefa út endurskoðaðar reglur fyrir upphaf keppnisársins 2022.

Starfshópurinn óskar eftir athugasemdum frá öllum sem hafa kynnt sér reglurnar, hvort sem það eru keppendur, dómarar eða áhorfendur, um hverju mætti breyta eða bæta til að gera keppnisgreinina enn skemmtilegri.

Tekið er á móti athugasemdum með sérstöku eyðublaði á vef LH til 30. september. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á netfangið lh@lhhestar.is.
Reglurnar eru aðgengilegar á vefsíðu LH.
 
Við hvetjum alla sem hafa eitthvað til málanna að leggja að senda inn athugasemdir.