Gæðingamót Sóta – Úrslit

Það var sannkölluð bongóblíða á gæðingakeppninni sem fór fram á velli félagsins í gær og setti hún afslappaðan svip á gott mót. Það var sannkölluð bongóblíða á gæðingakeppninni sem fór fram á velli félagsins í gær og setti hún afslappaðan svip á gott mót.

Hestakostur var almennt góður og sérstaklega var eftir því tekið hvað unglingaflokkurinn var vel ríðandi, þrjár stelpur, allar á hryssum, fóru í úrslit. Það voru þær Alexandra á Lyftingu, Signý á Dúfu og Inga Birna á Klassík. 

Óvenjumargir keppendur voru í barnaflokki og þar af tveir sjö ára keppendur sem tóku það ekki í mál að fara í pollaflokk - það vantar ekki metnaðinn í Sóta félaga!  Djákni frá Búðarhól og Sveinn Jónsson fengu hæstu einkunn sem gefin hefur verið hjá Sóta en þeir sýndu glæsileg tilþrif í B-flokki. Boðið var uppá kaffihlaðborð í kaffihléi og eftir mót riðu flestir Sóta félagar í sumarhagana á Álftanesi.

Myndin er af Sveini Jónssyni á Djákna frá Búðarhóli (fleiri myndir á www.alftanes.is/soti)


Úrslit fóru þannig:

Barnaflokkur
1       Berglind Birta Jónsdóttir   / Baugur frá Holtsmúla 1    8,10
2       Ólafía María Aikman   / Orion frá Auðsholti 1    8,02
3       Patrekur Örn Arnarsson   / Hrímnir frá Stykkishólmi    7,82
4       Margrét Lóa Björnsdóttir   / Sleipnir frá Sjávarborg    7,77
5       Egill Andri Gíslason   / Rúbín frá Búðardal    7,68
                   
Unglingaflokkur
1       Alexandra Ýr Kolbeins   / Lyfting frá Skrúð    8,65
2       Signý Antonsdóttir   / Dúfa frá Galtastöðum    8,43
3       Ingibjörg Birna Ársælsdóttir   / Klassík frá Litlu-Tungu 2    8,14
                   
Ungmennaflokkur
1       Sigrún Halldóra Andrésdóttir   / Völundur frá Hárlaugsstöðum 2    8,04
                   
A flokkur
1       Jörundur Jökulsson   / Hengill frá Sauðafelli    8,25
2       Ari Sigurðsson   / Paradís frá Arnarstaðakoti    8,06
3       Arnar Ingi Lúðvíksson   / Björk frá Vatni    7,97
                   
B flokkur
1       Sveinn Jónsson   / Djákni frá Búðarhóli    8,74
2       Jörundur Jökulsson   / Prestur frá Kirkjubæ    8,54
3       Lára Magnúsdóttir   / Suðri frá Reykjavík    8,23
4       Stefán Lárusson   / Ljúfur frá Skáney    8,20
5       Sigríður Birgisdóttir   / Hugur frá Skáney    8,15