Gangmyllan gefur út stóðhestabækling

Gangmyllan á Syðri-Gegnishólum hefur gefið út bækling til kynningar á stóðhestum búsins. Bæklingurinn sem er 12 síður litprentaður kynnir tíu stóðhesta úr ræktun þeirra Bergs Jónssonar og Olil Amble sem búa á Syðri-Gegnishólum. Gangmyllan á Syðri-Gegnishólum hefur gefið út bækling til kynningar á stóðhestum búsins. Bæklingurinn sem er 12 síður litprentaður kynnir tíu stóðhesta úr ræktun þeirra Bergs Jónssonar og Olil Amble sem búa á Syðri-Gegnishólum. Hver hestur er kynntur með mynd, upplýsingum um ættir, kynbótamat og einkunnir, auk stuttrar umsagnar eigenda.
Forsíðu bæklingsins prýðir málverk eftir listamanninn Úlfar Örn Valdimarsson og á baksíðu er að finna veffang og símanúmer. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Gangmyllunar sem er að finna á slóðinni www.gangmyllan.is. Bæklingurinn mun liggja frammi í öllum helstu hestavöruverslunum landsins sem og bensínstöðvum.