Glæsilegt mót "Svellkaldar konur"

Ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ 2010 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal síðasta laugardag, 13.mars. Mótið tókst í alla staði vel, undirbúningur og framkvæmd til fyrirmyndar hjá undirbúningsnefndinni sem allar störfuðu í sjálfboðavinnu. Ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ 2010 fór fram í Skautahöllinni í Laugardal síðasta laugardag, 13.mars. Mótið tókst í alla staði vel, undirbúningur og framkvæmd til fyrirmyndar hjá undirbúningsnefndinni sem allar störfuðu í sjálfboðavinnu. Í nefndinni eru: Sigrún Sigurðardóttir, Hulda G. Geirsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Oddný Erlendsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, Sirrý Halla Stefánsdóttir og Margrét. Auk starfsmanns LH.

Keppendur voru til fyrirmyndar, voru tilbúnar á réttum tíma og tímasetningar stóðust en þau Ágúst Hafsteinsson Svellstjóri og Elísabet Sveinsdóttir sáu til þess. Röskur hópur ungmenna, vel merktur Landsmóti 2010, sá til þess að svellið væri alltaf hreint og þakkar nefndin þeim fyrir vel unnin störf.

Dómarar mótsins; þeir Friðfinnur Hilmarsson, Pétur Jökul Hákonarson, Ólafur Árnason, Sævar Leifsson og Ingibergur Árnason störfuðu allir í sjálfboðavinnu og eru þeim bestu þakkir færðar.

Þjóðólfshagi, Hestvit, Eysteinn Leifsson gáfu folatolla sem sigurvegarar hvers flokks hlutu.
Auk þess voru dregnir út vinningar úr nöfnum allra keppenda. Folatollur frá Hrísdalshestum kom í hlut Sissel Tveten og tveir viku-aðgöngumiðar að Landsmóti 2010 kom í hlut Rósu Valdimarsdóttur. Glæsilegir vinningar það.
María Lovísa fatahönnuður gaf glæsilegasta parinu gjafabréf, fataúttekt að verðmæti 10.000kr, sem Gréta Boða hlaut, sigurvegari í flokknum Meira Vanar.

Jonni kokkur á Kænunni gaf dómurum og starfsfólki heita súpu, Sirrý Halla og Guðni bakari gáfu brauð og bakkelsi sem fríður hópur kvenna sá um að útbúa.  Auk þess gaf Ölgerðin Egils Kristal og Sælgætisgerðin Góa-Linda gaf sælgæti.

Tómas Jónsson grafískur hönnuður hannaði hið glæsilega merki Svellkaldra kvenna sem prýddi auglýsingaplakötin og forsíðu mótaskrár, tomas.jons@kvika.is

Með hjálp fjölmargra styrktaraðila var hægt að halda jafn veglegt mót og raun bar vitni en styrktaraðilar mótsins eru:
LÍFLAND, VÍS, ICELANDAIR CARGO, ICELANDAIR, HERTZ, TOYOTA, ÍSPAN, ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS, BARKI, LOGOS, EIÐFAXI, DALSGARÐUR, KÖKUHORNIÐ, KÆNAN, HVOLL, HRÍSDALSHESTAR, FET, EYSTEINN LEIFSSON, HESTVIT, ÞJÓÐÓLFSHAGI, KVIKA.

Fjölmargir aðilar gáfu aukavinninga sem dreifðust á efstu sætin í hverjum flokki:
Byko, Brimco, Dýraspítalinn í Víðidal, Fótaaðgerðarstofa Ellu Siggu, Hof í Vatnsdal, Hafið-Fiskiprinsinn, Hárgreiðslustofan Klippt og skorið, Hestar og Menn, Ikea, Jón Sigurðsson söðlasmiður, Katla ehf., Knapinn, Löður, Pitstop, Snyrtistofan Kara, Top Reiter, Veitingastaðurinn Askur, Veitingastaðurinn Domo, Volare & Berglind Rist og Sigurbjörn Bárðarson.

Auk þess styrktu hrossaræktarbú og velunnarar mótið:
Hallkelsstaðahlíð, Skáney, Hestakostur, Sporthestar, Oddsstaðir, Grafarkot, Tjarnarkot, Eyri, Gauksmýri, Steinnes, Steinsholt, Gunnar Arnarsson, Faxa-hestar, Austurás hestar, Worldfengur, Úrvalshestar, Hestaborg, Þingeyrarbúið, Hólaborg, Lundar II, Dekurdýr, Heimkynni, Miðsitja, Stjörnublikk, Endurskoðun og reikningshald.

Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga þakkar öllum þeim sem að mótinu komu fyrir stuðninginn og frábært kvöld. Allur ágóði mótsins rennur til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum. ÁFRAM ÍSLAND!