Glens og gaman á Uppskerunni!

Það styttist í hátíð hátíðanna í hestamennskunni því Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á Broadway á laugardagskvöldið kemur, þann 10. nóvember.

Það styttist í hátíð hátíðanna í hestamennskunni því Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á Broadway á laugardagskvöldið kemur, þann 10. nóvember.

Miðasalan er í fullum gangi á Broadway (533 1100) og spennan fyrir valinu á knöpum ársins að ná hámarki. Okkar glæsilegu íþróttamenn hljóta eftirtalin verðlaun á hátíðinni:

  • Efnilegasti knapi ársins
  • Skeiðknapi ársins
  • Íþróttaknapi ársins
  • Gæðingaknapi ársins
  • Kynbótaknapi ársins
  • Knapi ársins
  • Heiðursverðlaun LH
  • Ræktun keppnishesta

Gísli Einarsson fréttamaður og ritstjóri Landans mun fara með veislustjórnina, Ingó veðurguð mætir með gítarinn og hljómsveitin Von ásamt Magna Ásgeirssyni mun halda uppi fjörinu á ballinu.

Matseðillinn

  • Forréttur: Laxatartar með pestó & brauði
  • Aðalréttur: Ofnbakaður lambavöðvi með rótargrænmeti, rösti kartöflum & villisveppasósu
  • Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka með karamellukremi & rjóma

Verð á hátíðina, matur og ball er kr. 8.200 en stakur miði á ballið kostar kr. 2.500.

Nú er tækifærið til að hittast, gleðjast saman og fagna góðum árangri ársins 2012!