Góð stemning í Líflandi á formlegri kynningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum 2017

Það var góð stemning á formlegri kynningu landsliðs Íslands í hestaíþróttum í verslun Líflands Lynghálsi í gær, en Lífland er einn aðal styrktaraðili landsliðsins. Smávægilegar breytingar hafa orðið á skipan liðsins en Sigursteinn Sumarliðason og Finnur frá Ármóti koma í stað Hængs frá Bergi og Jakobs Svavars Sigurðssonar í flokki 6v stóðhesta. Mikill hugur er í liðsmönnum og væntingar um góðan árangur á mótinu. Hestarnir fara með Icelandair 29 júlí og þeim fylgja nokkrir knapar og fulltrúi landsliðsnefndar. Landsliðið flýgur svo út 2.ágúst. Rúv mun gera samantektarþætti á meðan á mótinu stendur og fyrsti þátturinn fer í loftið 6.júlí. Endilega fylgist vel með á rúv og ruv.is. Hér má sjá lista yfir fullskipað liðið og keppnisgreinar sem hver tekur þátt í.

Heimsmeistarar 2015

Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Straumur frá Feti keppa í tölti og fjórgangi

Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli keppa í 250m skeiði, 100m fljúgandi skeiði og gæðingaskeiði

Kristín Lárusdóttir og Óðinn von Hagenbuch keppa í tölti og fjórgangi

Reynir Örn Pálmason og Spói frá Litlu-Brekku keppa í fimmgangi, slaktaumatölti, gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m fljúgandi skeiði

 

Fullorðnir

Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík keppa í tölti og fjórgangi.

Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk keppa í tölti og fjórgangi.

Jóhann Rúnar Skúlason og Finnbogi frá Minni-Reykjum keppa í tölti og fjórgangi.

Ævar Örn Guðjónsson og Vaka frá Sjávarborg keppa í 250m skeiði, 100m fljúgandi skeiði og gæðingaskeiði.

Svavar Örn Hreiðarsson og Hekla frá Akureyri keppa í 250m skeiði, 100m fljúgandi skeiði og gæðingaskeiði.

Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum keppa í fimmgangi, tölti, gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m fljúgandi skeiði.

Viðar Ingólfsson og Kjarkur frá Skriðu keppa í fimmgangi, tölti, gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m fljúgandi skeiði.

 

Ungmenni

Máni Hilmarsson og Prestur frá Borganesi keppa í fimmgangi, tölti, gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m fljúgandi skeiði.

Konráð Valur Sveinsson og Sleipnir frá Skör keppa í gæðingaskeiði, 250m skeiði og 100m fljúgandi skeiði.

Finnbogi Bjarnason og Randalín frá Efri-Rauðalæk keppa í tölti og fjórgangi.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku keppa í slaktaumatölti og fjórgangi

Anna Bryndís Zingsheim og Náttrún vom Fostwald keppa í tölti og fjórgangi

 

Kybótasýning

Björn Haukur Einarsson og Buna frá Skrúð í flokki 5v.

Sigurður Vignir Matthíasson og Grani frá Torfunesi í flokki 5v.

Vignir Jónasson og Hervör frá Hamarsey í flokki 6v.

Sigursteinn Sumarliðason og Finnur frá Ármóti í flokki 6v

Sigurður Vignir Matthíasson og Hnit frá Koltursey í flokki 7v og eldri

Þórarinn Eymundsson og Þórólfur frá Prestsbæ í flokki 7v og eldri