Guðbjörg Viðja syngur fyrir hestamenn

Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru. Hún hefur verið að gera frábæra hluti í ákveðinni söngvakeppni sem nú er í gangi á sjónvarpsskjám landsmanna. Hún fékk til dæmis alla fjóra dómarana í keppninni til að snúa sér við og berjast fyrir því að fá hana í sitt lið.

Missið ekki af þessu, komið og fylgist með hefðbundinni dagskrá hátíðarinnar með verðlaunaafhendingum, söng og gamanmáli.

Miða- og borðapantanir á gullhamrar@gullhamrar.is 

Hér má sjá flutning Guðbjargar Viðju á laginu "Somebody to love" úr söngvakeppni framhaldsskólanna;