Gunnar Sturluson nýr forseti FEIF

Nú stendur yfir fulltrúaþing FEIF en þingið hófst á Hótel Natura í Reykjavík í gær. Á þinginu koma saman 120 fulltrúar allra þjóða innan FEIF. Í gærkvöldi fóru fram kosningar til stjórnar og var Gunnar Sturluson fyrrverandi varaformaður LH kosinn nýr forseti FEIF, fyrstur Íslendinga.

Nú stendur yfir fulltrúaþing FEIF en þingið hófst á Hótel Natura í Reykjavík í gær. Á þinginu koma saman 120 fulltrúar allra þjóða innan FEIF. Í gærkvöldi fóru fram kosningar til stjórnar og var Gunnar Sturluson fyrrverandi varaformaður LH kosinn nýr forseti FEIF, fyrstur Íslendinga.


Niðurstöður kosninganna í gær:
Gunnar Sturluson (IS) nýr forseti
Doug Smith (US) nýr leiðtogi íþróttamála (sport leader)
Marlise Grimm (DE) leiðtogi ræktunarsviðs
Silke Feuchthofen (DE) nýr leiðtogi fræðslumála (education leader)
Gundula Sharman (GB) nýr leiðtogi æskulýðsmála (youth leader)

Þá hafa heiðursverðlaun FEIF verið veitt, þau hlutu:
- Jens Iversen frá Danmörku (fráfarandi forseti FEIF)
- Marko Mazeland frá Hollandi (fráfarandi leiðtogi íþróttasviðs)
- Anne Levander frá Svíþjóð (fráfarandi leiðtogi æskulýðsmála)
- Þorgeir Guðlaugsson fyrir framlag sitt til FEIF frá árinu 1988, en hann hannaði nýjan leiðara fyrir dómara í íþróttakeppni.


Þinginu lýkur á morgun, sunnudag.