Hæfileikamótun LH komin á fulla ferð

Á síðasta ári var verkefninu Hæfileikamótun LH ýtt úr vör. Tilgangur verkefnisins er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Valið er í hópa svæðisbundið og á þessu tímabili eru tveir hópar á höfuðborgarsvæðinu, einn á Suðurlandi, tveir á Norðurlandi (einn í Skagafirði og einn á Akureyri) og einn hópur á Vesturlandi. Er þetta gert með það í huga að ungir knapar víðsvegar um landið fái jöfn tækifæri til að taka þátt.

Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson en hann leggur línur með þær áherslur sem unnið er með hverju sinni. Kennsla fer fram einu sinni í mánuði frá janúar til maí. Hópurinn kemur saman og fylgist með hvert öðru í  einkatímum en hver einstaklingur fær sjö 45 mínútna einkatíma á tímabilinu. Ásamt því eru bóklegir tímar þar sem fjallað er um ýmis málefni sem eiga að styrkja þau sem einstaklinga og nýtast þeim í að byggja sig upp sem íþróttamann.

Hver mánuður hefur ákveðið þema og í janúar var þemað markmiðasetning. Þar var farið yfir mikilvægi þess að setja sér vel ígrunduð markmið, hver og einn gerði stöðumat á eigin færni og setti sér svo bæði langtímamarkmið og skammtímamarkmið sem unnið verður að að ná á tímabilinu.

Í febrúar var heilsa knapans tekin fyrir og lögð áhersla á að hlúa vel að bæði líkamlegri og andlegri heilsu til að hámarka árangur. Í framhaldinu verður svo komið inn á þætti eins og sjálfstraust, hugarfar og einbeitingu, auk þess að huga að heilbrigði hestsins.

Til viðbótar við kennsluna eru fyrirhugaðir þrír fyrirlestar

  • Ragnhildur Haraldsdóttir landsliðskona í hestaíþróttum
  • Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta
  • Sonja Líndal dýralæknir um heilbrigði hesta

 Í lokin er markmiðið að hóparnir geti komið saman þar sem lagt verður áhersla á meiri fræðslu og hópefli.

Þjálfarar í hæfileikamótun LH 2021 eru:

Höfuðborgarsvæðið:
Hanna Rún Ingibergsdóttir 
Gústaf Ásgeir Hinriksson 

Vesturland
Randi Holaker

Norðurland
Fanney Dögg Indriðadóttir 
Þorsteinn Björnsson 

Suðurland
Sigvaldi Lárus Guðmundsson (yfirþjálfari)

Þátttakendur í hæfileikamótun LH 2021

Aníta Eik Kjartansdóttir - Hörður
Arndís Ólafsdóttir - Glaður
Askja Ísabel Þórsdóttir - Brimfaxi
Áslaug Lóa Stefánsdóttir - Léttir
Birta Rós Arnardóttir - Þjálfi
Dagbjört Jóna Tryggvadóttir - Þytur
Embla Lind Ragnarsdóttir - Léttir
Eva Kærnested - Fákur
Eydís Ósk Sævarsdóttir - Hörður
Fanndís Helgadóttir - Sörli
Guðný Dís Jónsdóttir - Sprettur
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir - Snæfellingur
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir - Snæfellingur
Herdís Björg Jóhannnsdóttir - Geysir
Hildur Dís Árnadóttir - Fákur
Ingibjörg Rós Jónsdóttir - Skagfirðingur
Ingunn Rán Sigurðardóttir - Sörli
Júlía Björg Kudsen - Sörli
Katrín Ösp Bergsdóttir - Skagfirðingur 
Kolbrún Katla Halldórsdóttir - Borgfirðingur
Kolbrún Sif Sindradóttir - Sörli
Magnús Máni Magnússon - Brimfaxi
Margrét Ásta Hreinsdóttir - Léttir
Margrét Bergsdóttir - Trausti
Ólöf Bára Birgisdóttir - Skagfirðingur
Salome - Sörli
Sara Dís Snorradóttir - Sörli
Selma Leifsdóttir - Fákur
Snæfríður Ásta Jónasdóttir - Sörli
Steinunn Lilja Guðnadóttir - Geysir
Svala Rún Stefánsdóttir - Fákur
Sveinfríður Ólafsdóttir - Léttir
Unnur Erla Ívarsdóttir - Fákur
Þórey Þula Helgadóttir - Smári
Þórgunnur Þórarinsdóttir - Skagfirðingur