Hafliði Halldórsson og Einar Öder Magnússon ráðnir liðstjórar fyrir HM2011

Blaðamannafundur var haldin í dag í Íþróttamiðstöðinni Laugardal af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga.  Blaðamannafundur var haldin í dag í Íþróttamiðstöðinni Laugardal af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga. 

Þar voru tilkynntir liðstjórar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, þeir Einar Öder Magnússon og Hafliði Halldórsson. Landssamband hestamannafélaga og landsliðsnefnd LH óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Hér fyrir neðan má sjá lykil að vali íslenska landsliðsins 2011.
Fullorðnir og ungmenni:

1. Knapi/hestur:  Stigahæsti 5-gangari í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
2. Knapi/hestur:  Stigahæsti 4-gangari í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
3. Knapi/hestur:  Stigahæsti töltari (T1) í úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
4. Knapi/hestur:    
a) Knapi/hestur (parið) ef hann nær 7.77 eða hærri einkunn í T2 í úrtöku,  að meðaltali úr báðum   umferðum.
b) Knapi/hestur (parið) sem nær 8.25 eða hærri einkunn í gæðingaskeiði PP1 í  úrtöku, að meðaltali úr báðum umferðum.
c) Knapi/hestur (parið) sem nær 7.50 sek eða 7.70 eða betri tíma úr tveimur  umferðum í 100m skeiði. 4 sprettir, tveir bestu sprettir gilda úr báðum umferðum. Ef fleiri en einn hestur nær lágmarkinu þá skal sá veljast sem betri árangri nær miðað við þau lágmörk sem sett eru.
Lagt  er að jöfnu:
Einkunn: 7,77 í slaktaumatölti T2,
Einkunn: 8,25 í gæðingaskeiði PP1,
Tími: 7,50 í 100m skeiði P2.

5. Knapi/hestur:  sem nær 22,30 sek eða betri tíma einu sinni á móti og 22,80 eða betri tíma í öðrum spretti sem þarf ekki að vera á sama móti. Árangurinn þarf að nást við löglegar aðstæður úr rásbásum með rafrænni tímatöku. Skal miða við að árangur náist í síðasta lagi á Íslandsmóti fullorðinna 2009.

Ef hestur 4 og 5 nást ekki eftir uppgefnum lágmörkum verða þeir báðir valdir af  liðsstjórum.
 
6. Knapi/hestur: Liðsstjórar velur.
7. Knapi/hestur:  Liðsstjórar velur.
8. Knapi/hestur:  Það ungmenni sem nær hæstu einkunn í T1, V1 eða F1 í úrtöku.
9. Knapi/hestur:  Það ungmenni sem nær hæstu einkunn í T1, V1, F1, T2, PP1, P2(100m)  þó ekki í sömu grein og 8. knapi/hesturkeppandi sem kemst í liðið í gegnum úrtöku.  Miða  skal við stigatöflu í FIPO sem segir til um styrk greina.
10. Knapi/hestur:  Ungmenni, liðsstjórar velur par sem tekið  hefur þátt í móti á Íslandi í hvaða grein sem er á þeim mótum sem fara fram þar til að lokaskráning fer fram. Liðstjóri skal einnig hafa í huga þá knapa sem hafa verið valdir í úrvalshóp LH, U21.

Keppendur 1-7 eru fullorðnir.
Keppendur 8-10 eru ungmenni.
 
Reiknað er meðaltal greina úr báðum hlutum úrtökunnar hjá knapa 1-2-3-8 og 9 og ræður það um sæti knapa/hests (pars).

 

Um knapa/hest (par) 4-5 gilda ofantalin lágmörk en aðrir eru liðstjóravaldir.


Keppnisgreinar í úrtöku verða T1, T2, V1, F1, PP1,P2.
Keppni í öðrum skeiðgreinum fer fram á mótum fram að skráningu (síðasta lagi Íslandsmót fullorðna 2009) við löglegar aðstæður.
Sprettir í 100m og 250m skeiði skal miða við löglegar aðstæður og rafræna tímatöku.

Liðstjóri fylgist með ástandi og framþróun liðsins frá úrtöku og fram að  keppni á HM. Þeir keppendur sem hafa titil að verja falla einnig undir þennan lið.

Liðstjóri hefur full völd á hverjum tíma til að gera breytingar á liðinu, hvort sem um er að ræða knapa/hest  (par) sem valið hefur verið í úrtöku, knapa/hest (par) heimsmeistara frá s.l. móti eða liðstjóravalda knapa/hest (par).  Ríkjandi heimsmeistarar skulu tilkynna keppnishesta sína fyrir maí lok 2011 til Liðsstjóra.

Landsliðsnefnd LH

Samþykkt á landliðsnefdarfundi 3 febrúar 2011
Bjarnleifur Bjarnleifsson