Helgin í máli og myndum

Miðbæjarreið
Miðbæjarreið

 

Hestadagar voru settir í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudaginn, boðið var upp á léttar veitingar og gamlar myndbandsupptökur rúlluðu uppi á vegg. Elstu myndbandsupptökurnar eru síðan 1942 og vakti þetta mikla lukku. Hestamannafélögin í landinu buðu gestum og gangandi velkomna í hesthúsin og á laugardeginum var skrúðreiðin í miðbæ Reykjavíkur þar sem um 100 hestar og knapar tóku þátt. Við hjá LH viljum þakka öllum sem komu að hestadögum og skrúðreiðinni kærlega fyrir frábæra hestadaga.

Myndir frá viðburðum helgarinnar má finna á facebook síðunni okkar.