Hestamannafélagið Kjóavöllum - Nafnasamkeppni

Nýstofnað hestamannafélag, Hestamannafélagið Kjóavöllum, býður til samkeppni um nafn á félagið. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, bæði félagsmönnum og öðrum.


Nýstofnað hestamannafélag, Hestamannafélagið Kjóavöllum, býður til samkeppni um nafn á félagið. Öllum er heimil þátttaka í samkeppninni, bæði félagsmönnum og öðrum.

Ásamt tillögu að nafni og skýringum skal nafn og kennitala þátttakanda fylgja með í lokuðu umslagi.

Tillögur þurfa að hafa borist til félagsins í seinasta lagi 15. janúar 2013, merkt:
Hestamannafélagið Kjóavöllum
Pósthólf 8413
128 Reykjavík

Nafnanefnd félagsins mun fara yfir tillögurnar og leggja fram þau nöfn sem kosið verður um á komandi aðalfundi félagsins. 
Meirihluta atkvæða þarf við nafnavalið og verður kosið milli þeirra tveggja nafna sem flest atkvæði hljóta fáist ekki hrein úrslit við fyrstu kosningu.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir vinningsnafnið og verður dregið um vinningshafa, hafi tillaga að því nafni borist frá fleiri en einum þátttakanda.

Með bestu jóla- og nýársóskum,
Stjórn Hestamannafélagsins Kjóavöllum