HÍDÍ - Upprifjunarnámskeið

12.febrúar - Reiðhöllin Víðidal kl.10:00-17:00 - síðasti skráningardagur fimmtudaginn 9.febrúar  (ath. í salnum uppi í reiðhöllinni !! ) 12.febrúar - Reiðhöllin Víðidal kl.10:00-17:00 - síðasti skráningardagur fimmtudaginn 9.febrúar  (ath. í salnum uppi í reiðhöllinni !! )


Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið berglind@init.is

Námskeiðagjald kr. 15.000 / greiðist á staðnum í peningum, mæting á námskeið telst gild þegar greiðsla hefur borist.
Innifalið í gjaldi:  þátttökugjald námskeiðs, félagsgjald HÍDÍ, hádegismatur og kaffi.

Minnum alþjóðadómara á að láta vita ef þeir hafa skráð sig á Alþjóða dómararáðstefnuna. Ef alþjóða dómari vill mæta á upprifjunina (er jafnframt skráður á ráðstefnuna í apríl) á sunnudaginn þá höfum við ákveðið gjaldið fyrir þá kr. 5.000  (félagsgjald HÍDÍ og matur).
 
Drög að dagskrá sunnudagsins:
   Kl. 10:00      Pjetur N. Pjetursson formaður HÍDÍ
   Kl. 10:15      Hulda G. Geirsdóttir
   Kl. 10:45      Einar Öder Magnússon - Fagmennska í fyrirrúmi
   Kl. 12:00      Matarhlé
   Kl. 13:00      Sportfengur - stutt kynning
   Kl. 14:00 - 17:00     Út að dæma og í framhaldi af því verður farið yfir dómana.

Viljum minna dómara á að koma klædd eftir veðri (dæmum úti) og með allar handbækur (Lög og reglur LH, Leiðarinn 2011) og penna/blýant og auðvitað góða skapið.


Kveðja,

Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ