HM2013: Allir frískir og hressir

Hestar íslenska landsliðsins koma vel undan flutningnum frá Íslandi og hafa það gott á HM-svæðinu í Berlín að sögn Eyjólfs Þorsteinssonar sem spjallaði við vefstjóra Lhhestar.is nú fyrir skömmu. Þá voru þeir nokkrir liðsmenn saman á hjólaleigu að leigja sér hjól, sem er mikill þarfagripur á móti sem þessu.

Hestar íslenska landsliðsins koma vel undan flutningnum frá Íslandi og hafa það gott á HM-svæðinu í Berlín að sögn Eyjólfs Þorsteinssonar sem spjallaði við vefstjóra Lhhestar.is nú fyrir skömmu. Þá voru þeir nokkrir liðsmenn saman á hjólaleigu að leigja sér hjól, sem er mikill þarfagripur á móti sem þessu. 

Eyjólfur sagði að veðrið væri búið að vera fínt, ekki of heitt, en í dag væri hitinn reyndar í kringum 28°C. Allir hestarnir eru frískir og nú fara æfingar að hefjast á keppnisvellinum en til þessa hafa hrossin aðeins verið í léttu trimmi. 

"HM-svæðið er glæsilegt og hér verður gríðarleg stemning þegar fleira fólk verður komið", sagði Eyjólfur og kvaddi með þeim orðum og hjólaði ásamt öðrum landsliðsmönnum til baka á keppnissvæðið. 

Inni á síðu mótsins, www.berlin2013.de er hægt að nálgast tímasetta dagskrá mótsins í heild sinni og finna ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar. 

Í þessu myndbandi frá www.isibless.de/is má sjá hvernig svæðið lítur út núna.