HM2015: Saman skulum við fagna íslenska hestinum

Heimsmeistaramót íslenska hestsins er rétt handan við hornið. 3.-9. ágúst breytist Landsskuepladsen í Herning í mekka íslenska hestsins og alls þess sem hann hefur upp á að bjóða.

Norræn samvinna

Heimsmeistaramót íslenska hestins fer fram annað hvert ár. Það hefur verið vaninn að eitt land taki að sér að vera gestgjafar, en í ár tóku nokkur lönd sig saman um að halda mótið. Réttara sagt eru það sex Norðulandaþjóðir sem tóku þetta verkefni að sér í sameiningu – Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finland og Færeyjar. Utan um samstarfið hefur verið stofnað „Nordisk Islandshest Forbund“ (NIF) eða Norræna Íslandshestsambandið, sem á að halda utan um mótahaldið og þau verkefni sem þarf að vinna af hendi. Sambandið var ekki einungis stofnað í þeim tilgangi að halda mótið, heldur er vonin að í framhaldinu muni það stuðla að aukinni samvinnu milli Norðurlandanna í kringum íslenska hestinn. FEIF, alþjóðasambandið um íslenska hestinn, stendur að mótinu með NIF og saman bera þau ábyrgð á skipulagningu HM2015.

Á HM í Herning vonumst við til að upplifun áhorfenda, knapa, sjálfboðaliða, sýnenda og styrktaraðila verði ógleymanleg Þess vegna hafa skipuleggjendur lagt sig alla fram um að hafa bestu mögulegu aðstöðu og umgjörð á mótinu fyrir gesti og þáttakendur.

Yfirlit og innsýn: Hvernig er HM-svæðið skipulagt?

Hér fyrir neðan munum við leiða þig aðeins um svæðið og hvernig það er skipulagt.

Aðkoma á svæðið

Hvernig sem þú kemur í bíl, strætó eða lest, þá er ekki langt í sjálft mótssvæðið. Bílum er lagt við stóru bílastæðin hjá Messecenter Herning. Þaðan er gengið í gegnum göng undir veginn, þar til komið er að innganginum að mótssvæðinu. Við innganginn skiptir þú miðanum þínum út fyrir passa, sem þú þarft að hafa með þér og hafa sýnilegt á meðan á mótinu stendur. Á kortinu stendur líka sætanúmerið þitt. Í vikunni hefur þú möguleika á að setjast í þau sæti sem eru laus, en hefur alltaf rétt til að setjast í það sæti sem þú hefur frátekið.

Breeders Cafe og Salur G

Hægra meginn við innganginn verður „Breeders Cafe“, þar sem í gegnum vikuna verða spennandi viðburðir tengdir kynbótum. Einnig hafa verið valin ræktunarbú frá öllum heiminum, sem verða með kynningarbása í höllinni. Hér gefst því  gott tækifæri til að skiptast á reynslu. Vinstra meginn við innganginn er síðan stór matsalur, Salur G, þar sem hægt er að seðja hungrið. Í boði verður morgun- og hádegisverðarhlaðborð, en á kvöldin breytist salurinn í huggulegan veitingastað, með uppdekkuð borð og kertaljós.

Tjaldsvæði og markaðssvæði

Enn erum við aðeins í útjarðri svæðisins. Þegar gengið er lengra inn á mótssvæðið, þá kemur þú að tjaldsvæðinu fyrir gesti mótsins. Tjaldsvæðið er vel staðsett við klósett og baðaðstöðu, ásamt því að vera við hliðina á upplýsingatjaldinu. Móttakan fyrir þá gesti sem ætla að tjalda er staðsett við hliðina á Breeders cafe. Í framhaldi af tjaldsvæðinu, liggur markaðssvæðið. Þar eru kynningar- og sölubásar bæði úti og inni í stóru tjaldi, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Keppnisvöllurinn

Hinumeginn við markaðssvæðið er síðan keppnisvöllurinn. Það eru bæði stúkur þar sem hægt er að frátaka sæti ásamt standandi stúku. Við stúkurnar eru einnig klósettaðstaða og vagnar sem selja mat og drykki. Stór skjár er við keppnisvöllinn með öllum upplýsingum um hvaða hestar séu í brautinni að hverju sinni. Við innganginn er hægt að kaupa mótaskrá, sem inniheldur hagnýtar upplýsingar um mótið og svæðið, ásamt því að innihalda greinar og viðtöl. Einnig er hægt að fá HM-app í símann sinn, sem inniheldur upplýsingar um dagskrána og annað nytsamlegt. Það verða heitir reitir með internetaðgangi í boði á víð og dreif um svæðið, sem hægt er að nýta sér til að fá upplýsingar á appinu um það sem er að gerast.

Norræn menning og barnasvæði

Á svæðinu bakvið stúkurnar verður leiksvæði og víkingaþorp með spennandi afþreyingu fyrir börnin, ásamt Sama-búðum, þar sem meðal annars verður; saunatjald, hannyrðafólk að störfum og margt fleira. Norræn menning verður höfð í fyrirrúmi og verður eitthvað í boði frá öllum sex gestgjafalöndunum.

Sjálfboðaliðar

Það verða margir sjálfboðaliðar við vinnu á mótinu. Allir sjálfboðaliðar geta búið á starfsmannasvæðinu, þar sem klósett- og baðaðstaða er til staðar, ásamt því að geta þvegið fötin sín, borðað saman og haft það huggulegt. Mikið er lagt upp úr að skapa góðar aðstæður fyrir sjálfboðaliðana og að gott samfélag myndist í kringum þá. Það á að vera bæði skemmtilegt og fræðandi að vera með í að sjá um svona stórt mót.

 Við sjáumst í Herning

Það stefnir því allt í frábært heimsmeistaramót, með góðri stemningu og góðum upplifunum, þegar íslensku hestarnir og knaparnir koma í braut í Herning. Reynt hefur verið af fremsta megni að skipuleggja ógleymanlegt mót og við munum öll leggjast á eitt við að skapa góða stemningu og gott andrúmsloft, á meðan við horfum á stórkostlega íslenska hesta.

 hm mynd

Dagskrá vikunnar: Afl og stórkostleg stemning

Aðalmarkmið með Heimsmeistarmótunum fyrir íslenska hestinn er að verðlauna allra bestu reiðmenn og hesta. HM vikan byrjar með forkeppnum allra flokka og síðan munu úrslitin ráðast um helgina, þar sem allir vinningshafar verða krýndir.

Bráðabirgðadagskrá mótsins má finna hér: http://vm15.com/index.php/en/visitors/programme

En fyrir utan sjálfa keppnina og kynbótasýningarnar, þá verða spennandi viðburðir í gangi alla vikuna. Það þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir neina af þessum viðburðum, þar sem miðinn þinn inn á mótið gildir fyrir þá líka.

Setningarathöfn HM fer fram á miðvikudeginum. Hér verða allir formlega boðnir velkomnir. Þá verða líka skemmtiatriði og ræður frá áhrifamönnum innan íslandshestaheimsins.

Á miðvikudagskvöldinu í Breeders Cafe byrjar HM með veislu, sem hefur fengið nafnið: Open Stage & Cocktail Party. Með opið svið, er það aðeins hugmyndaflugið og krafa um góða frammistöðu daginn eftir, sem setja takmörkin.

Á fimmtudagskvöldinu er það Ísland sem sér um skemmtunina. Hið hefðbundna og skemmtilega Íslandskvöld verður haldið í Sal Q. Í salnum geta verið fleiri þúsund manns. Þetta er skemmtun sem allir verða að mæta á og stemningin næst fljót í hæstu hæðir með bæði kór og hljómsveit, sem sjá um að skemmta fólki.

Föstudagskvöldið er verslunarkvöld. Allar búðir á markaðssvæðinu verða opnar til kl. 22:00. Það verður sannkölluð hátíð fyrir þá kaupglöðu. Úti fyrir verður hugguleg stemning, þar sem hægt verður að hittast og ræða hestakosti dagsins og innkaup kvöldsins. Svo kl. 21:00 verður byrjað að spila þekkt og skemmtileg lög til að dilla sér við. Kvöldið leggur því upp með að verða góð byrjun á veislu helgarinnar.

Á laugardagskvöldinu verður síðan ball ársins innan íslandshestaheimsins, þar sem 5000 manns getur dansað af sér skóna saman. Hljómsveitin Cruise Band, ein af skemmtilegustu live-sveitum Dana, heldur uppi fjörinu. Hljómsveitin spilar þekkt cover-lög frá áttunda-, níunda- og tíundaáratugnum sem skemmtilegt er að dansa við. Þar að auki koma fram alþjóðlega þekktir söngvarar, sem troða upp með sveitinni og taka með þeim 3 lög hvert þegar líður á kvöldið.

Sunnudagurinn er síðan stóri úrslitadagurinn. Það verður spennandi, fallegt, og áhrifamikið að horfa á og þar með mun viðburðamikilli viku ljúka.

 

Can you hear the beat?

Það er okkur heiður að bjóða ykkur öll velkomin á heimstmeistaramót í sérflokki. Við skulum í sameiningu fagna kraftmikla íslenska hestinum, sem töltar yfir hæðir og dali. Við sjáumst í Herning.

 

HM2015 – Vertu með í veislunni

Hvort sem þig langar að taka þátt í allri vikunni eða vilt frekar koma og horfa í einn eða tvo daga, þá getur þú fundið miða við þitt hæfi í miðasölu mótsins: http://vm15.com/index.php/dk/visitors/book-tickets

Það er líka búið að opna vefverslun, þar sem hægt er að kaupa boli, derhúfur, vesti og margt fleira til að verða nú örugglega tilbúinn í slaginn þegar mótið byrjar: www.vm2015webshop.dk