I. Landsbankamót vetrarins - Opið öllum

I. Landsbankamót vetrarins verður haldið þann 25. febrúar, kl.13:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt verður í tölti á beinni braut. I. Landsbankamót vetrarins verður haldið þann 25. febrúar, kl.13:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt verður í tölti á beinni braut.

Allir keppendur í sama flokki eru saman á vellinum. Þeir ríða hver á eftir öðrum til dóms. Sýna skal hægt tölt aðra leið og frjálsa ferð hina, eftir fyrirmælum þular.
 
Fimm til tíu efstu keppa til úrslita sem eru riðin strax að lokinni forkeppni. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði. Mótin eru opin öllum hestamönnum.

Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að keppendur í ungmennum og fullorðinsflokkum megi skrá annan hest í opinn flokk auk þess að keppa í sínum flokki. Keppendur geta einungis safnað stigum í einum flokki.

Flokkar í boði:
Opinn flokkur Atvinnumenn, (Mjög mikið keppnisvanir)
1. flokkur (Mikið keppnisvanir)
2. flokkur (Keppnisvanir)
3. flokkur (Byrjendur/lítið keppnisvanir)
Heldrimannaflokkur 50+
Ungmenni
Unglingar
Börn
Pollar – skipt í hópa þeirra sem ríða sjálfir og þeirra sem teymt er undir.
100 m. skeið Athugið að nú er sú breyting að byrjað er á skeiði (klukkan 13:00)

Skráning:
Skráningargjald er kr. 1500 fyrir alla flokka nema polla og skeið 1000 kr.
Skráning er frá kl. 11:00 – 12:00 á mótsdaginn.
Posi á staðnum.

Keppendur athugið: Greiða skal skráningagjald við skráningu. Það eru keppnisnúmer í mörgum hesthúsum, vinsamlegast skilið þeim.

Allir að láta sjá sig og byrja að sanka að sér stigum.

Mótanefnd Sörla