Ingimar Sveinsson heiðursknapi

Ingimar Sveinsson á Hvanneyri hlaut heiðursverðlaun knapa 2008. Þau eru meðal annars veitt fyrir unnin afrek, langa og dygga þjónustu við hestaíþróttina, brautryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil.Ingimar Sveinsson á Hvanneyri hlaut heiðursverðlaun knapa 2008. Þau eru meðal annars veitt fyrir unnin afrek, langa og dygga þjónustu við hestaíþróttina, brautryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil.Ingimar Sveinsson á Hvanneyri hlaut heiðursverðlaun knapa 2008. Þau eru meðal annars veitt fyrir unnin afrek, langa og dygga þjónustu við hestaíþróttina, brautryðjendastarf, starf til fyrirmyndar, langan og gifturíkan keppnisferil.

Ingimar Sveinsson hefur alla tíð verið virkur í hestamennsku, tamningum og keppni. Hann tók þátt í lands- og fjórðungsmótum og sigraði m.a. í A-flokki gæðinga á Fjórðungsmóti austlenskra hestamanna árið 1980 og aftur árið 1984 á gæðingi sínum Spretti frá Egilsstöðum.

Árið 1948 fór hann til náms til Bandaríkjanna og lærði búvísindi Washington-háskóla. Hann útskrifaðist 1951 og kenndi lengi hrossarækt og tamningar og stórefldi þann þátt kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri.

Áður en hann gerðist kennari á Hvanneyri rak hann eitt myndarlegasta bú landsins á fæðingarstað sínum Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Hann stundaði blandaðan búskap og hrossarækt þar sem hann lagði mikla áherslu a fjör og rými. Reiðhestar hans hafa borið þess merki í gegnum tíðina, enda Ingimar ávallt verið flugvel ríðandi.
Dæmi um dugnað hans og alúð við hvert viðfangsefni er þegar hann ól upp af mikilli elju móðurlaust folald sem varð að dugmiklum og glæsilegum gæðingi, og aðalreiðhesti hans.
 
Ingimar Sveinsson hefur alltaf leitað að fróðleik um hesta og hestahald og miðlað óþreytandi til fjölmargra nemenda sinna. Hann hefur verið öðrum fyrirmynd og hvati í rannsóknum á íslenska hestinum, rannsakaði meðal annars vöxt og þroska hans, fóðrun og vöðvabyggingu.

Sérstaða íslenska hestsins hefur löngum verið honum hugleikin og tamningar. Hann er frumkvöðull í nýjum aðferðum við frumtamningu hesta í lokuðu hringgerð og byggði aðferðir sínar m.a. á aðferðum hins víðkunna Monty Roberts. Með þessum aðferðum náði Ingimar undraverðum árangri og kenndi jafnt innanlands sem utan.
 
Á myndinni er Ingimar ásamt konu sinni Guðrúnu Gunnarsdóttur.