Innbrot í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði

Aðfararnótt sunnudagsins 28 mars var brotist inn í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði. Þjófarnir höfðu á brott með sér fimm hnakka, nokkur beisli og önnur reiðtygi ásamt 5 hjálmum. Tjónið er að sjálfsögðu tilfinnanlegt fyrir eigendurnar sem ekki eru tryggðir sérstaklega vegna reiðtygjanna eða innbrots í hesthús.   Aðfararnótt sunnudagsins 28 mars var brotist inn í hesthús við Hlíðarþúfur í Hafnarfirði. Þjófarnir höfðu á brott með sér fimm hnakka, nokkur beisli og önnur reiðtygi ásamt 5 hjálmum. Tjónið er að sjálfsögðu tilfinnanlegt fyrir eigendurnar sem ekki eru tryggðir sérstaklega vegna reiðtygjanna eða innbrots í hesthús.   Ef einhverjir urðu varir við óvenjulegar mannaferðir við Hlíðarþúfur um helgina eða hafa verið boðin reiðtygi til kaups á hagstæðu verði eru þeir hinir sömu hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. Allar upplýsingar geta skipt máli þegar upplýsa þarf brot af þessu tagi.
 
Bent skal á að hægt er að tryggja sig fyrir tjóni af þessu tagi hjá tryggingafélögunum og sjálfsagt að menn geri það.
 
Húseigandi við Hlíðarþúfur