Íslandsmót í hestaíþróttum 2. – 7. júlí

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið 2. - 7. júlí 2019 á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Að mótinu standa hestamannafélögin átta sem staðsett eru á suðvesturhorni landsins; Máni, Brimfaxi, Sörli, Sóti, Sprettur, Fákur, Hörður og Adam.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna ásamt Íslandsmóti barna og unglinga verður haldið saman. Allt mótið mun fara fram á Hvammsvelli. Mótið hefst þriðjudaginn 2. júlí. 

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið inná www.sportfengur.com og er skráningafrestur til miðnættis mánudagsins 24. júní. Ekki verður hægt að skrá eftir þann tíma. 

Skráningargjald er:
- 5500 kr. fyrir barna- og unglingaflokk 
- 6500 kr. fyrir ungmennaflokk
- 7900 kr. fyrir fullorðinsflokk
- 5500 kr. fyrir skeiðgreinar

Eftirfarandi greinar eru í boði:


Meistaraflokkur: fjórgangur V1, fimmgangur F1, tölt T1, tölt T2, gæðingaskeið PP1, 250m skeið P1, 150m skeið P3 og 100m flugskeið P2.
Ungmennaflokkur: fjórgangur V1, fimmgangur F1, tölt T1, tölt T2, gæðingaskeið PP1, 100m flugskeið P2 og fimikeppni A2.
Unglingaflokkur: fjórgangur V1, fimmgangur F2, tölt T1, tölt T4, gæðingaskeið PP1, 100m flugskeið P2 og fimikeppni A.
Barnaflokkur: fjórgangur V2, tölt T3, tölt T4 og fimikeppni A.

Vakin er athygli á því að í fullorðinsflokki eru einkunnalágmörk í allar greinar. Það er parið, hesturinn og knapinn, sem þurfa að ná lágmörkum. Nánari upplýsingar hér: https://www.lhhestar.is/is/frettir/lagmork-a-islandsmot-2019

Nánari upplýsingar um mótið gefa: 
Einar Gíslason, framkvæmdastjóri – einar@fakur.is
Þórdís Anna Gylfadóttir, mótstjóri – thordisannag@gmail.com