Ístöltið 10 ára - Úrtaka 22. mars, skráning hefst 16. mars

Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi.
Eyjólfur Þorsteinsson og Klerkur frá Bjarnanesi.
Ístölt þeirra allra sterkustu verður haldið laugardagskvöldið 5. apríl n.k. í Skautahöllinni í Laugardal. Það verður spennandi að sjá glæsitöltara og vígalega stóðhesta sýna þar listir sínar á ísnum. Heyrst hefur að mótið í ár verði eitt það sterkasta í áraraðir og öllu tjaldað til, enda Ístöltið 10 ára í ár!

Ístölt þeirra allra sterkustu verður haldið laugardagskvöldið 5. apríl n.k. í Skautahöllinni í Laugardal. Það verður spennandi að sjá glæsitöltara og vígalega stóðhesta sýna þar listir sínar á ísnum. Heyrst hefur að mótið í ár verði eitt það sterkasta í áraraðir og öllu tjaldað til, enda Ístöltið 10 ára í ár!

Sú hefð hefur skapast að hluti knapanna eru boðsknapar og aðrir koma á ísinn í gegnum úrtöku. Þeir knapar sem fá boð um þátttöku eru til dæmis sigurvegari Allra sterkustu 2013, Íslandsmeistarar, knapar ársins, Norðurlandameistarar/Heimsmeistarar og sigurvegari Meistaradeildarinnar 2013.

Eins og hestamönnum er kunnugt er mótið haldið ár hvert af landsliðsnefnd LH til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem í ár mun halda út á Norðurlandamótið í Herning í Danmörku í ágúst.

Úrtakan í ár fer fram laugardaginn 22. mars í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl. 18:30. Skráning hefst sunnudaginn 16. mars kl. 23:59 og fer einungis fram í gegnum Sportfeng, http://skraning.sportfengur.com/. Aðeins verða  24 skráningar í boði, þar sem tími okkar í höllinni leyfir ekki fleiri. Þannig að, fyrstur skráir fyrstur fær! Greiða þarf með kreditkorti um leið og skráning fer fram.

Stóðhestakynningin er fastur liður á viðburði þessum og jafnan mikil eftirvænting  í loftinu að fá að sjá hátt dæmda stóðhesta eða unga og efnilega spreyta sig á ísnum. Það er Eysteinn Leifsson landsliðsnefndarmaður sem sér um þann hluta Ístöltsins.

LH hvetur alla til að taka kvöldið 5. apríl frá og mæta í Skautahöllina í Laugardalnum og sjá glæsileg tilþrif á svellinu!

Landsliðsnefnd LH