John sigraði fimmganginn

Þeir John Kristinn Sigurjónsson, Hrímnir, og Konsert frá Korpu eru sigurvegar kvöldsins í fimmgangi en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslitin hér í kvöld og gerðu svo enn betur í A-úrslitunum og sigruðu þau líka með einkunnina 7,43. Þeir John Kristinn Sigurjónsson, Hrímnir, og Konsert frá Korpu eru sigurvegar kvöldsins í fimmgangi en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu B-úrslitin hér í kvöld og gerðu svo enn betur í A-úrslitunum og sigruðu þau líka með einkunnina 7,43.


Í öðru sæti varð liðsfélagi hans Viðar Ingólfsson, á Má frá Feti með einkunnina 7,14. Jöfn í þriðja sæti urðu svo Artemisia Bertus, Hrímnir, á Sólbjarti frá Flekkudal og Elvar Þormarsson, Spónn.is, á Skugga frá Strandarhjáleigu með einkunnina 7,07.

Frábær árangur hjá Hrímnisliðinu í kvöld en þeir röðuðu sér í þrjú efstu sætin í A-úrslitunum. Lið Hrímnis hlaut einnig Fimmgangsskjöldinn en hann er veittur því liði sem hlýtur hæsta samanlagða einkunn í forkeppni í fimmgangi.

Hér að neðan eru niðurstöður úr A-úrslitum:

1 John Kristinn Sigurjónsson    Hrímnir    Konsert frá Korpu, 7,43
2 Viðar Ingólfsson    Hrímnir    Már frá Feti, 7,14
3 Artemisia Bertus    Hrímnir    Sólbjartur frá Flekkudal, 7,07
3 Elvar Þormarsson    Spónn.is    Skuggi frá Strandarhjáleigu, 7,07
5 Haukur Baldvinsson    Auðsholtshjáleiga    Falur frá Þingeyrum, 6,93
6 Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter / Ármót    Gammur frá Þúfu, 6,88
7 Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Stakkur frá Halldórsstöðum, 6,67
8 Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter / Ármót    Gjafar frá Hvol, 6,62