Keppnisréttur í tölti á Landsmóti – eingöngu T1

Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum.
Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum.

Nú styttist í að mótahald okkar hestamanna fari á fullt og nái svo hámarki á Landsmóti hestamanna í Reykjavík 1. – 8. júlí.  Þeir sem stefna á keppni í tölti á Landsmóti eru vinsamlegast beðnir um að veita eftirfarandi athygli, tekið úr lögum og reglum LH:

8.7.1 T1 – Töltkeppni
Þessi keppnisgrein fer fram á hringvelli

8.7.1.1 Leyfilegir hestar
Par sem tekur þátt í þessari töltgrein má ekki taka þátt í annarri töltgrein á sama móti.
Íslensk sérregla: Keppnisréttur í tölti á Landsmótum vinnst eingöngu í keppni í T1.