Keppt í Hestamennsku FT á Sauðárkróki

Keppt var í fyrsta skipti í nýrri keppnisgrein, Hestamennsku FT, á afmælishátíð Félags tamningamanna í febrúar sl. Tókst sú frumraun frábærlega og ljóst að þarna er komið fram fjölbreytt og áhugavert keppnisform fyrir metnaðarfulla þátttakendur. Keppt var í fyrsta skipti í nýrri keppnisgrein, Hestamennsku FT, á afmælishátíð Félags tamningamanna í febrúar sl. Tókst sú frumraun frábærlega og ljóst að þarna er komið fram fjölbreytt og áhugavert keppnisform fyrir metnaðarfulla þátttakendur.  FT-Norður ætlar nú að bjóða upp á næstu keppni í þessari grein laugardaginn 30.apríl nk. í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki í tengslum við sýninguna Tekið til Kostanna.
Keppnin hefst seinnipartinn eftir að kennslusýningu reiðkennaradeildar Hólaskóla lýkur.
Verðlaun í boði hestavöruverslunarinnar Ástundar.
Skráning fer fram á netfanginu: toti@holar.is fyrir 27. apríl.
Keppnisreglur má nálgast á heimasíðu FT http://www.tamningamenn.is/