Knapamerki í Andvara og Gusti

Æskulýðsdeildir Andvara og Gusts eru að fara að stað með knapamerkjanámskeið 1 - 5. Æskulýðsdeildir Andvara og Gusts eru að fara að stað með knapamerkjanámskeið 1 - 5.
Kennslufyrirkomulag þeirra í vetur verður á þann veg að bóklegu tímarnir hefjast um næstu mánðarmót og verður kennt í félagsheimili Andvara. Í janúar hefjast svo verklegu tímarnir og verður kennt í reiðhöllinni á Kjóavöllum.

Kennari á námskeiðunum verður Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir

Hægt er að nálgast upplýsingar um knapamerkin http://knapi.holar.is

Skráningin fer rafrænt fram á eftirfarandi slóð. http://gustarar.is/skraning.aspx?mode=add

Einnig er hægt að skrá sig með því að fara heimasíðu Gusts með flipann SKRÁNING sem er efst á síðunni þeirra

Öll námskeiðin eru háð því að næg þátttaka fáist og er lágmark 4 þátttakendur á námskeið.