Knapar ársins - tilnefningar

Knapar ársins 2014
Knapar ársins 2014

 

Nefnd um knapaval og viðurkenningar LH á Uppskeruhátíð hestamanna hefur nú skilað af sér tilnefningum um Knapa ársins og Ræktunarbú keppnishrossa 2015.

Fimm knapar eru tilnefndir í hverjum flokki en flokkarnir eru: íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins.  Við valið er litið til árangurs knapa á árinu, hér heima sem erlendis. Knapi ársins í hverjum flokki er valinn sá sem talinn er hafa náð framúrskarandi árangri og frammistaða hans sé álitin reiðmennskunni til framdráttar. Í flokkinum Ræktunarbú keppnishrossa eru tilnefnd þau ræktunarbú sem hafa skilað flestum hrossum í keppni eða sýnt árangur sem eftir er tekið. 

Allir tilnefndir verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum, Grafarholti þann 7. nóvember næstkomandi og þá kemur einnig fram hver hampar titlinum í hverjum flokki fyrir sig. 

Miðasala á Uppskeruhátíðina fer fram í Gullhömrum, gullhamrar@gullhamrar.is og í síma 517 9090, miðinn kostar kr. 9.600, glæsilegur þriggja rétta kvöldverður, hátíðardagskrá og ball innifalið. 

Tilnefningar eru eftirfarandi:

Efnilegasti knapinn 2015:
Fanndís Viðarsdóttir 
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
Jóhanna Margrét Snorradóttir
Konráð Axel Gylfason
Róbert Bergmann

Skeiðknapi ársins 2015:  
Bjarni Bjarnason
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Sigurbjörn Bárðarson 
Teitur Árnason
Ævar Örn Guðjónsson

Íþróttaknapi ársins 2015:
Guðmundur Björgvinsson
Kristín Lárusdóttir
Reynir Örn Pálmason 
Sigurbjörn Bárðarson 
Teitur Árnason

Gæðingaknapi ársins 2015: 
Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Jóhann K Ragnarsson
Kári Steinsson
Siguroddur Pétursson

Kynbótaknapi ársins 2015:
Árni Björn Pálsson
Daniel Jónsson
Guðmundur Björgvinsson
Helga Una Björnsdóttir
Jakob Svavar Sigurðsson

Knapi ársins 2015: 
Árni Björn Pálsson 
Guðmundur Björgvinsson
Kristín Lárusdóttir
Reynir Örn Pálmason
Teitur Árnason 

Ræktunarbú keppnishrossa 2015:
Árbæjarhjáleiga 2/Skarð
Flugumýri
Holtsmúli 1 - Aðalsteinn Sæmundsson
Ketilsstaðir/Syðri Gegnishólar
Þóroddsstaðir