Kveðja frá NIF, undirbúningsnefnd HM í Herning

 

Kæru norrænu vinir íslenska hestsins.

2015 verður enn eitt minnisstætt ár og það sem kemur til með að standa uppúr  verður nokkuð örugglega Heimsmeistaramót íslenska hestsins.

HM 2015 er samstarfsverkefni allra norrænu þjóðanna og FEIF.  Þannig er það ekki bara Danmörk,  heldur einnig Svíþjóð, Noregur, Finnland, Færeyjar og Ísland sem skipuleggja og standa að verkefninu sameiginlega. 

Þessi nána samvinna norrænu þjóðanna er undir stjórn Nordisk Islandsheste Forbund –NIF.  (Norræna hestamanna sambandsins).  NIF hefur skipað verkefnisstjórn með fulltrúum frá hverju landi fyrir sig.  Verkefnisstjórnin er í nánu samstarfi við yfirstjórnina fyrir HM 2015 og er á sama tíma tengiliður til stjórnir félaganna í hverju landi fyrir sig. 

Verkefnisstjórnin er skipuð eftirtöldum aðilum:

Even Hedland – Noregi – formaður fyrir  NIF-stjórnina

Timo Rajasaari – Svíþjóð

Susie Mielby – Danmörku

Sirpa Brumpton – Finnlandi

Andrea Þorvaldsdóttir – Íslandi

Bo Hansen – Danmörku – formaður fyrir HM-yfirstjórnina.

Undirbúningurinn fyrir HM 2015 er núna á lokastigum, og okkur hlakkar til samstarfsins með Nordisk Islandsheste Forbund og yfirstjórn HM 2015.  Allt gengur samkvæmt áætlun og það er mikil vinna á öllum sviðum þessa mikla skipulags. 

Þar sem HM er mjög stór viðburður, og til þess að allt gangi eins og best verður á kosið, þá er stór þörf fyrir sjálfboðaliða frá öllum norrænu löndunum. 

Nú þegar eru margir sjálfboðaliðar sem hafa tilkynnt þáttöku sína.  Þrátt fyrir það óskum við eftir ennþá fleiri sjálfboðaliðum frá Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi.  Það er óhemju mikilvægt að allir taki þátt og ábyrgð á þessum einstaka viðburði.  Áskorunin er hér með send áfram til ykkar. 

Þú getur ennþá skráð þig sem sjálfboðaliða – og þar með fengið einstaka upplifun þessa daga.  Til þess að fylgjast með og fá fleiri upplýsingar skoðið heimasíðuna: 

www. VM2015.com

Okkur hlakkar til þess að sjá ykkur á Landsskueplandsen í Herning í Danmörku þann 3. til 9. ágúst 2015 á frábærasta HM fyrr og síðar og þar sem við – öll norðurlöndin – sameiginlega bjóðum velkomna, bæði hestamenn og áhorfendur frá öllum heimshornum og þar sem við söfnum saman ástríðufullum vinum íslenska hestsins. 

Það verður stórkostlegt!

Fyrir hönd formanna og stjórnar í Nordisk Islandsheste Forbund

Mie Trolle                  

Formaður fyrir Dansk Islandshesteforening

Even Hedland

Formaður fyrir NIF-styregruppen