Kvöldstund með margföldum meisturum

Félag tamningamanna stendur fyrir áhugaverðum viðburði laugardaginn 17. desember nk. kl. 18 í félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ. Félag tamningamanna stendur fyrir áhugaverðum viðburði laugardaginn 17. desember nk. kl. 18 í félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ.
Þar munu þau Jóhann R. Skúlason og Rúna Einarsdóttir-Zingsheim halda fyrirlestur og veita gestum innsýn í þjálfunaraðferðir sínar.

Þessa knapa þarf varla að kynna, en þau hafa bæði átt fast sæti í íslenska landsliðinu árum saman og unnið til ótal heimsmeistaratitla.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að skyggnast inn í reynslubanka þessara mögnuðu reiðmanna. Aðgangseyrir er kr. 1.500, en skuldlausir félagar í FT fá frítt inn.

Allir velkomnir!


Rúna Einarsdóttir-Zingsheim á Frey vom Nordsternhof á HM í Austurríki í sumar.



Jóhann Rúnar Skúlason á Hnokka frá Fellskoti á HM í Austurríki í sumar.