Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði

Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og þess vegna mun hún ekki hefjast fyrr en 25. maí, eins og þegar hefur verið tilkynnt. Mikið var um afskráningar í dag og nokkrir knapar hafa haft samband og ætla að sjá til fram yfir helgi hvort þeir geti mætt með þau hross sem þegar hafa verið skráð til leiks. Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hafa skráningar verið dræmar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði og þess vegna mun hún ekki hefjast fyrr en 25. maí, eins og þegar hefur verið tilkynnt. Mikið var um afskráningar í dag og nokkrir knapar hafa haft samband og ætla að sjá til fram yfir helgi hvort þeir geti mætt með þau hross sem þegar hafa verið skráð til leiks. Þess vegna mun hollaröðun ekki verða birt fyrr en þriðjudaginn 18. maí en þá verður vonandi orðið ljóst hvaða hross hafa heilsu til að mæta á sýninguna. Röðin verður birt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is.
                                   
Búnaðarsamband Suðurlands