Kynbótasýningar á Suðurlandi

Kynbótasýningar hefjast óvenju snemma þetta árið hér sunnanlands enda búist við miklum fjölda hrossa. Fyrsta sýningin verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði og síðan tekur hver sýningin við af annarri. Kynbótasýningar hefjast óvenju snemma þetta árið hér sunnanlands enda búist við miklum fjölda hrossa. Fyrsta sýningin verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði og síðan tekur hver sýningin við af annarri. Það er reiknað með að dómar standi samfleytt frá 2. maí til 10. júní. Sýningar verða að þessu sinni fimm á Suðurlandi. Reiknað er með að tvær dómnefndir verði að störfum á öllum sýningunum nema þeirri fyrstu á Sörlastöðum. Stefnt er að sýningu í Hornafirði ef næg þátttaka fæst, lágmarks skráning er 15 hross.
Sýningar í umsjón Búnaðarsambands Suðurlands eru:

Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 2. til 6. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 26. og 27. apríl
Brávellir á Selfossi dagana 9. til 13. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 2. og 3. maí
Víðidalur í Reykjavík dagana 16. til 20. Maí
 Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 9. og 10. maí
Sörlastaðir í Hafnarfirði dagana 23. til 27. maí
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 16. og 17. maí
Héraðssýning Gaddstaðaflötum dagana 30. maí  til 10. júní
Tekið við skráningum í síma 480-1800 dagana 18. til 20. maí, einnig verður opið fyrir skráningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is til miðnættis á sunnudegninum.
Hornafjörður 30. til 31. maí
Tekið við skráningum í síma 470-8088/864-6487 dagana 23. og 24. maí.

Það skal skýrt tekið fram að þetta er sýningaráætlun, þannig vel getur verið að það þurfi að fækka eða fjölga dögum þegar ljóst er hversu mörg hross eru skráð til sýningar hverju sinni. Reynt verður að dæma ekki um helgar eða á öðrum helgidögum en þó er vel hugsanlegt að yfirlitssýningar færist yfir á helgarnar ef þátttaka er mjög mikil. Það er um að gera að skrá tímalega til að vera öruggur með að fá tíma á þá sýningu sem sóst er eftir að komast á. Hægt verður að skrá hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins, www.bssl.is þá daga sem verið er að taka niður skráningar og til miðnættis á síðasta skráningardegi. Varðandi sýninguna á Gaddstaðaflötum verður opið fyrir skráningu á heimasíðunni til miðnættis á sunnudeginum 22. maí, þar sem búist er við að fjöldinn á þeirri sýningu verði mikill.
Sýningargjald á hvert hross er 15.000 kr sem er hækkun um 500 kr á milli ára og rennur sú hækkun öll til Bændasamtaka Íslands. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm er sýningargjaldið 10.500 kr. Það skal hins vegar skýrt tekið fram að nauðsynlegt er að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm eða hæfileikadóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags er viðkomandi hross ekki skráð í mót. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti. Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll áður en viðkomandi sýning hefst. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 10.000 kr fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 6.000 kr fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar eða hæfileikadóm.
Rétt er að minna á eftirfarandi:

1.    Öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
2.    Allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra, s.s. þess er krafist að allir stóðhestar hafi sannað ætterni.
3.    Allir stóðhestar 5 vetra og eldri sem koma til dóms þurfa að skila inn vottorði  um að úr þeim hafi verið tekið blóðsýni. Ekki þarf að framvísa vottorði fyrir hesta sem þegar liggur fyrir í WF að búið er að taka blóð úr.
4.    Röntgenmynda skal hækla stóðhesta. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestinum á því ári sem þeir verða fimm vetra. Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í Worldfeng.
5.    Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 cm. Undantekningar frá þessari reglu má gera þegar hæð á herðar mælist 137-144 cm, mælt með stangarmáli, en þá má hóflengd vera allt að 9,5 cm og ef hæðin er 145 cm eða meira má hóflengdin vera allt að 10,0 cm. Ekki má muna meira en  2 cm á lengd fram- og afturhófa.
6.    Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm. Sama breidd skal vera á fram- og afturfótaskeifum en mest má muna 2mm í þykkt. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni.

Munið að láta taka DNA-sýni, blóðsýni og röntgenmynda með góðum fyrirvara fyrir sýningar. Reglur um kynbótasýningar má sjá í heild sinni á slóðinni www.bssl.is.

Halla Eygló Sveinsdóttir