Kynningarfundur á gæðingafimi LH og prufumót

Á síðasta landsþingi LH var samþykkt að notast verði við reglur um gæðingafimi unnar af starfshópi LH um gæðingafimi til reynslu fram að landsþingi 2022. Einnig var mælst til þess að keppt verði í greininni á Íslandsmóti og þær mótaraðir sem hafa gæðingafimi sem keppnisgrein noti reglurnar á næsta keppnisári.
 
Laugardaginn 6. febrúar kl. 11:00 verður opin kynning á reglunum gæðingafimi LH og haldið prufumót í kjölfarið.
Kynningunni verður streymt á opnum Teams fundi og linkinn verður að finna á facebook síðu Alendis kl. 11:00 
Prufumótinu verður síðan streymt af facebook síðu Alendis og hefst það kl. 12:30. Þar verða dæmdar sýningar á öllum þremur stigum keppnisgreinarinnar.
Þeir sem vilja kynna sér reglurnar fyrir fundinn þá eru þær aðgengilegar á heimasíðu LH
 
Við hvetjum forsvarsmenn hestamannafélaganna og mótaraðanna, ásamt knöpum í greininni og hinum almenna hestamanni til að fylgjast með kynningunni á laugardaginn