Landsmót er kynningargluggi

Landsmót hestamanna er stórviðburður og sennilega stærsti íþróttaviðburður landsins en gert er ráð fyrir að um 12-16.000 gestir leggi leið sína í Víðidalinn í Reykjavík dagana 25. maí-1. júlí í sumar til að fylgjast með þegar landsins fremstu gæðingar og kynbótagripir verða teknir til kostanna.

Landsmót hestamanna er stórviðburður og sennilega stærsti íþróttaviðburður landsins en gert er ráð fyrir að um 12-16.000 gestir leggi leið sína í Víðidalinn í Reykjavík dagana 25. maí-1. júlí í sumar til að fylgjast með þegar landsins fremstu gæðingar og kynbótagripir verða teknir til kostanna.

Landsmótin eru gríðarstór kynningargluggi fyrir hestamennskuna og ekki síst alla þjónustuna í kringum atvinnugreinina. Hinir ýmsu aðilar hafa þegar pantað sér pláss á markaðssvæði Landsmótsins í Víðidal í sumar til að kynna sínar vörur og þjónustu og má þar nefna hestavöruverslanir, handverksfólk af ýmsum toga, útgefendur blaða og tímarita, framleiðendur útivistarfatnaðar, kynningaraðilar fyrir hina ýmsu stórviðburði í hestamennskunni og auk þess mun upplýsingastandur mótsins verða staðsettur inni í hinu 1500 m2 markaðstjaldi.

Að sögn Karls Guðlaugssonar sölustjóra Landsmóts er mikil aðsókn í markaðssvæðið og ljóst að nú fer hver að verða síðastur að hreppa sýningarbás í tjaldinu. Áhugasömum er þó bent á að hafa samband við Karl í gegnum netfangið kg@landsmot.is eða í síma 861 2897. Karl tekur einnig við pöntunum á auglýsingum í mótsskrá Landsmóts, sem er nauðsynleg bók fyrir landsmótsgesti sem vilja hafa puttann á púlsinum hvað hestakost, dagskrá og aðrar upplýsingar varðar.                                                                                                                                       

Smelltu hér til að sjá skipulagið í markaðstjaldi LM2012.