Landsmót hestamanna 2010: Framkvæmdir í undirbúningi á Vindheimamelum

Glæsilegur fulltrúi ungu kynslóðarinnar á LM 2008: Linda Rún Pétursdóttir og Valur frá Ólafsvík
Glæsilegur fulltrúi ungu kynslóðarinnar á LM 2008: Linda Rún Pétursdóttir og Valur frá Ólafsvík
Undirbúningur fyrir Landsmót 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði er kominn á fullt skrið.  Undirbúningur fyrir Landsmót 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði er kominn á fullt skrið.  Ný heimasíða hefur nú litið dagsins ljós og er áhugasömum bent á að skrá sig þar á póstlista Landsmóts hafi þeir áhuga á að fá send af og til fréttaskot af undirbúningi.

Slóðin á heimasíðuna er: www.landsmot.is

Framkvæmdastjórn Landsmóts fundaði á Vindheimamelum í sumar og lítur svæðið vel út en að sjálfsögðu þarf að ráðast í lagfæringar og betrumbætur bæði á keppnisvöllum og svæðinu í heild.  Töluverð umræða hefur verið um að keppnisvallagirðingar birgi sýn áhorfenda og ljósmyndara.  Að sögn Birgis Leós Ólafssonar, formanns mannvirkjanefndar LH er áætlað að fjarlægja þær að einhverju leyti, sérstaklega úr innri hring, til að gera keppnishlutann áhorfenda- og myndvænni.

Stærsta framkvæmdin er þó lagning vatnsveitu á mótsvæðið og er það framlag sveitarfélagsins Skagafjarðar til mótsvæðisins og er útboðsvinna við þá framkvæmd þegar hafin.

Mótin hafa vaxið gríðarlega að umfangi hvað hestakost og keppendur varðar.  Á fyrsta Landsmótinu á Þingvöllum árið 1950, kepptu 133 hross en á síðustu Landsmótum hefur hrossafjöldi verið um 1.100 og knapar yfir 500.

Mikill hugur er í mótshöldurum í góðri samvinnu við heimamenn að halda glæsilegt Landsmót hestamanna næsta sumar.  Þess ber að geta að fyrsta Landsmótið var haldið á Þingvöllum árið 1950 og fagnar viðburðurinn því 60 ára afmæli sínu árið 2010.

SMELLTU HÉR til fara yfir á heimasíðu Landsmóts og skrá þig á póstlistann.