Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016.

 

Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016.

Helstu atriði:

  • Stjórn LH ákvað  á fundi sínum í dag, föstudaginn 6. mars 2015, að halda Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016.
  • Skrifað var undir viljayfirlýsingu um mótshaldið þann 19. desember 2014.
  • Samningur milli Landsmóts hestamanna ehf. og Gullhyls ehf. verður undirritaður á næstunni.

 

Þann 19. desember 2014 skrifuðu Landssamband hestamannafélaga, Gullhylur ehf., Sveitarfélagið Skagafjörður og Hólaskóli undir viljayfirlýsingu um að halda Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016.

 

Á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga sem haldinn var í dag, föstudaginn 6. mars 2015, var ákveðið að Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Landsmót hestamanna ehf. og Gullhylur ehf. munu á allra næstu dögum undirrita samning um mótshaldið.

 

Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH:

,,Það er virkilega ánægjulegt að þetta mál sé í höfn. Ég er sannfærður um að Landsmót á Hólum í Hjaltadal, þar sem æðstu menntastofnun íslenska hestsins í heiminum er vistuð, mun verða glæsilegt mót og nýtast hestamönnum í nútíð og framtíð vel. Ég er viss um að Skagfirðingar munu taka vel á móti okkur eins og þeim er lagið.”

 

Nánari upplýsingar veitir Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH.