Landsmótsfréttir

mynd: www.landmot.is
mynd: www.landmot.is
Undirbúningur fyrir Landsmót er farinn á fullt skrið og heimasíða Landsmóts að lifna við. Þar er að finna nýjustu upplýsingar um framvindu LM2010 hverju sinni.  Undirbúningur fyrir Landsmót er farinn á fullt skrið og heimasíða Landsmóts að lifna við. Þar er að finna nýjustu upplýsingar um framvindu LM2010 hverju sinni.  Í fréttaskoti Landsmóts, sem er að finna á heimasíðunni www.landsmot.is,  er m.a. að finna lista yfir gististaði í nágrenni mótssvæðis sem enn eiga laus rúm á meðan móti stendur.
Landsmót kemur ekki beint að bókun gististaða fyrir gesti sína en hefur tekið upp gott samstarf við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð sem heldur utan um gistimálin fyrir Landsmót. Netfang upplýsingamiðstöðvarinnar: info@skagafjordur.is

Fyrir þá sem kjósa að halda til á mótssvæðinu verða að venju tjaldstæði í boði fyrir þá sem vilja sem og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni. Sala á rafmagnsstæðum hefst í janúar og verður það auglýst nánar þegar að því kemur.

Endilega fylgist vel með á heimasíðu Landsmóts, www.landsmot.is