Leiðin að gullinu- hvað gera æfingarnar?

Teitur Árnason heimsmeistari í gæðingaskeiði 2019 fagnar á góðri stund.
Teitur Árnason heimsmeistari í gæðingaskeiði 2019 fagnar á góðri stund.

Leiðin að gullinu

Menntadagur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum 

10 desember kl. 10:30-15:30 í TM reiðhöllinni í Víðidal

Árni Björn og Teitur

Meðal atriða er sýnikennsla tveggja turna í Íslandshestamennskunni þegar þeir Árni Björn Pálsson og Teitur Árnason leiða saman hesta sína.

Þeir félagar ætla að fjalla um tilgang, markmið og gildi æfinganna við þjálfun reið- og keppnishesta.

Hvers vegna æfingar?

Hvert er gildi þess að nota æfingarnar við þjálfun?

Hvað gera þær?

Árni Björn Pálsson er knapi ársins á Íslandi, ríkjandi Íslandsmeistari og landsmótsmeistari í tölti T1 og Teitur er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði.

Þarna koma saman tvær af skærustu stjörnum íslenskrar hestamennsku um langt skeið.

Missið ekki af frábæru tækifæri til þess að fræðast og fá innblástur frá okkar allra bestu knöpum.

Þetta er einstakt tækfæri fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að koma og læra, hitta hestamenn og fylgjast með veglegri fræðsludagskrá á vegum landsliðsknapa okkar.

Sýnikennslur verða í gangi yfir allann daginn um mismunandi efni, vegleg veitingasala og ýmiss varningur til sölu á staðnum til styrktar landsliðinu.

 

Tryggið ykkur miða á www.lhhestar.is og í verslun Líflands á Lynghálsi