LM 2010 fundar á Vindheimamelum

Eymundur Þórarinsson og Hulda Gústavsdóttir eru sannarlega úti á túní á Vindheimamelum, en það vita …
Eymundur Þórarinsson og Hulda Gústavsdóttir eru sannarlega úti á túní á Vindheimamelum, en það vita þeir sem þau þekkja að hér eru sko engir aukvisar á ferð, enda harðduglegir hestamenn sem kunna að taka til skóflunnar og framkvæma.
Stjórn Landsmóts hestamanna ehf., framkvæmdastjóri og framkvæmdanefnd kom saman til fyrsta fundar í Skagafirði í vikunni vegna undirbúnings Landsmóts 2010. Stjórn Landsmóts hestamanna ehf., framkvæmdastjóri og framkvæmdanefnd kom saman til fyrsta fundar í Skagafirði í vikunni vegna undirbúnings Landsmóts 2010. Stjórn Landsmóts hestamanna ehf., framkvæmdastjóri og framkvæmdanefnd kom saman til fyrsta fundar í Skagafirði í vikunni vegna undirbúnings Landsmóts 2010. Eins og öllum er kunnugt verður mótið haldið á Vindheimamelum og er það í sjötta skipti sem Landsmót er haldið þar.  Fyrri mót voru haldin þar árin 1974, 1982, 1990, 2002 og 2006.  Landsmót hestamanna árið 2010 er hið 19 í röðinni en fyrsta mótið var haldið á Þingvöllum árið 1950.



  T.v.: Vilhjálmur Skúlason og Sigurbjartur Pálsson fylgdust grannt með
    þegar
Siggi Ævars benti upp í brekkuna á Vindheimamelum.



   -F.v.: Sigurður Ævarsson, Lilja Pálmadóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir,  
   Sigurbjartur Pálsson, Vilhjálmur Skúlason og í forgrunni þau Eymundur og 
   Hulda Gústavs.
 










Ekki var annað að heyra á fundarmönnum en að fundurinn hafi verið hinn gagnlegasti og að sjálfsögðu var spígsporað um mótsvæðið og málin skeggrædd.










Stjórn Landsmóts ehf. skipa nú þeir Haraldur Þórarinsson, formaður, Sigurbjartur Pálsson og Vilhjálmur Skúlason.

Framkvæmdastjóri er Jóna Fanney Friðriksdóttir.

Í framkvæmdanefnd eiga eftirtaldir aðilar sæti:  Eymundur Þórarinsson, Guðmundur Sveinsson, Hulda Gústavsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Sigurður Ævarsson og Sævar Pétursson sem sat fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar.