LM2012: Metsala í forsölu!

Mynd: Gígja Dögg Einarsdóttir
Mynd: Gígja Dögg Einarsdóttir
Forsölu miða á LM2012 lauk á miðnætti í gær og óhætt er að segja að tilvonandi gestir mótsins hafi tekið vel við sér síðustu daga forsölunnar.

Forsölu miða á LM2012 lauk á miðnætti í gær og óhætt er að segja að tilvonandi gestir mótsins hafi tekið vel við sér síðustu daga forsölunnar. Aldrei áður hafa jafn margir miðar selst í forsölu og nú og er sannarlega ánægjulegt að félagar í hestamannafélögum/BÍ skuli hafa nýtt sér þau góðu kjör sem í boði voru fyrir félagsmenn.

Í dag 16. maí tekur ný verðskrá gildi og má sjá hana hér fyrir neðan. Félagar í BÍ/LH geta enn fengið afslátt af miðum og N1 kortið veitir að sama skapi ennþá 1.000 kr. afslátt.

Verðskrá LM miða – gildir frá 16. maí 2012

 

Almennt verð

BÍ/LH verð

Vikupassi

18.000 kr.

15.000 kr. *

Helgarpassi (fös, lau, sun)

13.500 kr.

13.500 kr.

Dagmiði mánudagur

3.500 kr.

3.500 kr.

Dagmiði þriðjudagur

3.500 kr.

3.500 kr.

Dagmiði miðvikudagur

3.500 kr.

3.500 kr.

Dagmiði fimmtudagur

4.500 kr.

4.500 kr.

Dagmiði fös, lau, sun (pr. dag)

7.500 kr.

7.500 kr.

Unglingar 14-17 ára (1995-1998)

12.000 kr.

5.000 kr. *

Börn 13 ára og yngri (1995 og yngri)

0 kr.

0 kr.

Stúkur

7.000 kr.

7.000 kr.

Hjólhýsastæði m/rafmagni

15.000 kr.

15.000 kr.

 

* N1 korthafar fá 1.000 kr. afslátt að auki þegar keypt er á netinu en ekki í hliði á mótsstað.

Miðasalan verður opin á www.landsmot.is fram yfir mót og einungis með kaupum gegnum netsöluna fær fólk þann afslátt sem því ber. Dag- og helgarpassar eru einungis seldir við inngönguhlið á mótsstað.