Lokakvöld KEA mótaraðarinnar

Föstudaginn 14.apríl var lokakeppniskvöld KEA mótaraðarinnar í Léttishöllinni  þetta árið. Keppt var í tveimur greinum Tölti T2 og flugskeiði.

 

úrslit urðu sem hér segir.

Tölt T2. slaktaumatölt.

1. Viðar Bragason / Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga 1.     eink. 7.17.

2. Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund.        eink. 6.75.

3. Valgerður Sigurbergsdóttir / Krummi frá Egilsá.    eink. 6.67.

4. Jón Páll Tryggvason / Glóð frá Hólakoti.                eink. 6.17.

5. Camilla Höj / Aþena frá Hrafnagil                            eink. 5.83 ( þess má geta að Camilla fagnaði 30 ára afmæli í gær og óskum við henni hjartanlega til hamingju með daginn.

 

Flugskeið.

1. Svavar Örn Hreiðarsson / Hekla frá Akureyri.                           tími.  5.13.

2. Ragnar Stefánsson  / Hind frá Efri-Mýrum.                               tími.  5.22.

3. Bergþóra Sigryggsdóttir / Drífa Drottning frá Dalvík.               timi. 5.37.

4. Viðar Bragason /Þórir frá Björgum                                             tími. 5.40.

5. Atli Sigfússon / Nn frá Keldulandi.                                             tími. 5.46.

 

Stigahæsti knapi  KEA mótaraðarinnar árið 2017 er Ragnar Stefánsson sem sigraði með miklum yfirburðum og er hann því verðugur handhafi KEA bikarsins þetta árið.

Mótanefnd Léttis vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu sem komu að mótaröðinni í vetur, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt, hafið kærar þakkir fyrir.