Lokamót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum - Kosning í fullum gangi

 

Ný styttist í lokamót Meistaradeildarinnar en það fer fram á föstudaginn og keppt verður í tölti og skeiði gegnum höllina. Knapar eru í óða önn að undirbúa hesta sína og munu ráslistar birtast á miðvikudaginn. Ef æfingarnar eru sýnishorn af því sem koma skal verður algjör gæðingaveisla í Fákaseli á föstudagskvöldið. Þetta eru engir aukvissar og verður spennandi að sjá hvaða knapar og hestar verða skráðir á ráslistann. 

Sem stendur er Árni Björn Pálsson efstur í einstaklingskeppninni með 53,5 stig og á eftir honum er Jakob S. Sigurðsson með 34,5 stig. Það stefnir því allt í hörku baráttu á mili þeir Jakobs og Árna en hann er sá eini sem á séns í að fella Árna af toppnum. Lið Auðsholtshjáleigu er efst í liðakeppninni með 289 stig en þar á eftir er lið Árbakka/Hestvits/Svarthöfða með 264,5 stig. 

Kosning um skemmtilegasta liðið og fagmannlegasta knapann er í fullum gangi og hvetjum við alla til að kjósa !  Kosningin mun einugis fara fram á netinu þetta árið en hægt er að kjósa á vefsíðu Meistaradeildarinnar, www.meistaradeild.is.

Fjölmennum í höllina í Fákaseli á föstudaginn og sjáum bestu töltara landsins etja kappi. Keppnin hefst kl. 19:00 en húsið opnar 17:00 og verður boðið upp á hlaðborð í Fákaseli.