Markaðsverkefni um íslenska hestinn til næstu fjögurra ára

 

Fyrsta áfanga markaðsverkefnis um íslenska hestinn er nú að ljúka með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára að hefjast. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og hefur ráðið verkefnisstjóra til starfa til að styrkja það enn frekar í sessi.

Markmiðið er aukin verðmætasköpun

Lagðar hafa verið línur um hvernig auka megi verðmætasköpun á vörum og þjónustu tengdri íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki.

Víðtækt samstarf og samvinna

Stefnt er að víðtæku samstarfi aðila í hestageiranum og tengdum greinum. Aðilum sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu sem og samtökum þessara aðila. Þátttakendur taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og þeir verða kynntir á vefsíðu og í miðlun út á við. 

Nánari upplýsingar