Meistaradeildin að hefjast

Nú er minna en vika í að Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefjist en fyrsta mót fer fram í Samskipahöllinni í Spretti þann 1.febrúar. Keppt verður í fjórgangi en í fyrra var það hún Elin Holst sem sigraði á Frama frá Ketilsstöðum en gaman verður að sjá hvort þau mæti aftur, sterk til leiks.

Miðasala er í fullum gangi inn á www.tix.is og fylgir húfa frá Cintamani hverjum seldum ársmiða en ársmiðinn er aðeins á 5.000 kr.

Bein útsending verður frá öllum viðburðum bæði á Stöð 2 sport og á netinu á OZ.com. Inn á OZ Iceland er hægt að kaupa stakann viðburð eða áskrift fyrir alla viðburðina.

Mótið hefst kl: 19:00 en húsið opnar 17:00 og um að gera mæta snemma og gæða sér á ljúfengum mat í góðra vinahópi áður en keppni hefst. Trúbadorarnir Hebbi og Grétar munu síðan spila í hléinu en þeir slógu í gegn á Heimsmeistaramótinu síðast liðið sumar.

Ráslistar birtast á miðvikudaginn en spennandi er að sjá hvaða hesta knaparnir munu tefla fram. Það var Bergur Jónsson sem sigraði einstaklingskeppnina í fyrra og var það stólpahryssan Katla frá Ketilsstöðum sem fleytti honum langt. Augljóst er að Bergur verður að tefla fram nýjum hesti/hestum í ár en Katla er farin í folaldseign. Miklar hreyfingar hafa verið innan liðanna og sigurliðið frá því í fyrra lið Top Reiter er nokkuð breytt en Viðar Ingólfsson og Jakob S. Sigurðsson eru báðir farnir í önnur lið en í stað þeirra hafa þær Hanne Smidesang og Agnes Hekla Árnadóttir bæst í liðið. Það eru margir nýjir knapar í deildinni í ár og verður gaman að fylgjast með árangri þeirra. Liðakeppnin verður hörku spennandi en erfitt er að segja til fyrir fram hvaða lið það er sem mun fara með sigur úr bítum.

EKKI MISSA AF EINUM STÆRSTA VIÐBURÐI ÁRSINS. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA INN Á TIX.IS EÐA KAUPIÐ ÁSKRIFT Á OZ.COM. FYLGIST SÍÐAN MEÐ OKKUR Á FACEBOOK, INSTAGRAM OG SNAPCHAT - UNDIR NAFNINU MEISTARADEILDIN.